Reykjavík 2018-05-23T09:55:40+00:00

Heiðarleiki er okkar mál

Píratar eru aðhaldsafl gegn spillingu. Við viljum vera stjórnmálahreyfing sem almenningur treystir. Flokkurinn býður fram í fimm sveitarfélögum að þessu sinni auk þess að vera þátttakandi í sameiginlegum framboðum víða um land. Við ætlum að vera málsvari ungs fólks og samfélags allra. Lýðræði, gagnsæi, virðing og ábyrgð. Það eru Píratamál.

Frambjóðendur Pírata í Reykjavík

Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dóra Björt GuðjónsdóttirAlþjóðafræðingur
Dóra Björt er oddviti Pírata í Reykjavík. Hún ólst upp í Elliðarárdalnum. Henni finnst hlutirnir ekki vera eins og þeir eiga að vera, það þarf að laga hlut fatlaðs fólks og innflytjenda, dreifa valdi og auka þátttöku íbúa í ákvaðanatöku. Hún vill að Reykjavík verði eins og best verður á kosið í samanburði við nágrannalönd okkar.
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir
Sigurborg Ósk HaraldsdóttirLandslagsarkitekt og fulltrúi Pírata í umhverfis- og skipulagsráði
Sigurborg skipar annað sæti framboðslista Pírata í Reykjavík. Hún er alin upp á Kjalarnesi og er landslagsarkitekt. Hún leggur mikla áherslu á umhverfisvernd og leiðir til að koma á vistvænum samgöngum, minnka mengun og neyslu.
Alexandra Briem
Alexandra BriemÞjónustufulltrúi
Alexandra skipar þriðja sæti framboðslista Pírata í Reykjavík. Hún ólst upp í Hólahverfi en býr nú í Seljahverfi. Hún leggur áherslur á lýðræði, gagnsæi og aðgengi bæði í borginni og á landsvísu. Hún segir að aðgengi að uppýsingum, beint lýðræði og að hlustað sé á fólk geti leitt til betra lýðræðis í samfélaginu.
Rannveig Ernudóttir
Rannveig ErnudóttirTómstunda- og guðfræðingur
Rannveig Ernudóttir skipar fjórða sæti á ista Pírata í Reykjavík. er guðlaus guðfræðingur sem býr í Reykjavík ásamt manni sínum og fjórum börnum. en hún vinnur í félagsstarfi fyrir eldri borgara í þjónustuíbúðum. Rannveig neitar að gera upp á milli stefnumála, frítími, samvera og stuðningur við fjölskyldu eru mjög mikilvæg, sem og virðing og velferð allra.
Valgerður Árnadóttir
Valgerður ÁrnadóttirFramkvæmdastjóri
Valgerður Árnadóttir skipar fimmta sæti lista Pírata í Reykjavík. Hún er fædd í Reykjavík en bjó fyrstu tíu ár ævi sinnar í Svíþjóð. Umhverfisvernd er Völu hugleikin. Vala hefur verið virk í félagsstarfi og er framkvæmdastjóri Samtaka Grænmetisæta á Íslandi ásamt því að reka viðburðarfyrirtækið Puzzy Patrol.
Arnaldur Sigurðarson
Arnaldur SigurðarsonFulltrúi Pírata í Mannréttindaráði
Arnaldur er í 6. sæti á lista Pírata í Reykjavík. Hann er stofnmeðlimur Ungra Pírata og Pírata í Reykjavík, auk þess að hafa verið formaður Ungra Pírata í Evrópu. Nokkur málerfni sem á honum brenna eru Housing first, skaðaminnkun og gagnsæi er núna eitthvað sem talað er um á öllum sviðum borgarinnar, það var sannarlega ekki hægt að segja það í byrjun kjörtímabilsins. Arnaldur er fulltrúi Pírata í mannréttindaráði Reykjavíkur.
Kjartan Jónsson
Kjartan JónssonFramkvæmdastjóri, þýðandi og nemi
Þórgnýr Thoroddsen
Þórgnýr ThoroddsenFyrsti varaborgarfulltrúi Pírata
Elsa Nore
Elsa NoreLeikskólakennari
Salvör Kristjana Gissurardóttir
Salvör Kristjana GissurardóttirHáskólakennari
Svafar Helgason
Svafar HelgasonNemi
Helga Völundardóttir
Helga VölundardóttirÍ eigin rekstri
Birgir Þröstur Jóhannsson
Birgir Þröstur JóhannssonArkitekt, forstjóri
Ólafur Jónsson
Ólafur JónssonRekstrarráðgjafi
Elías Halldór Ágústsson
Elías Halldór ÁgústssonKerfisstjóri hjá Reiknisviði HÍ
Guðfinna Kristinsdóttir
Guðfinna Kristinsdóttir
Mao Malgorzata NowakKennari
Magnús Kr. GuðmundssonSkipstjóri
Hrafnkell StefánssonNámsstjóri Kvikmyndaskóla Íslands
Brandur Bjarnarson KarlsonStjórnarformaður Frumbjargar
Alma Ösp ÁrnadóttirÖrorkulífeyrisþegi
Rúnar Björn Herrera ÞorkelssonFormaður NPA miðstöðvarinnar
Andri ValgeirssonNemi
Árni St. SigurðssonForritari
Halla KolbeinsdóttirVefstjóri
Mínerva M. HaraldsdóttirMúsíkmeðferðarfræðingur, tónlistarkennari og fósturmóðir á vegum Barnaverndar.
Lind VölundardóttirFramkvæmdastjóri í eigin rekstri
Daði Freyr IngólfssonLyfjafræðingur
Valborg SturludóttirNemi í meistaranámi við HÍ
Jason SteinþórssonVerslunarmaður
Guðmundur Ragnar GuðmundssonLeiðbeinandi
Hrafnhildur Ólöf ÓlafsdóttirGeðhjúkrunarfræðingur
Sigríður BylgjaVerkefnastjóri
Birgir SteinarssonHáskólanemi
Oktavía Hrund JónsdóttirRáðgjafi
Jón Gunnar BorgþórssonRekstarráðgjafi
Álfheiður Sylvia Helgadóttir BriemEftirlaunaþegi
Jóhannes Þór GuðbjartssonHúsasmiður
Guðjón SigurbjartssonViðskiptafræðingur
Guðrún Barbara TryggvadóttirFramkvæmdastjóri félags nýrnasjúkra
Ásta Guðrún HelgadóttirSagnfræðingur
Halldór Auðar SvansonBorgarfulltrúi

Málefni Pírata í Reykjavík

Beint lýðræði valdeflir fólkið

Traust og mannleg stjórnmál

Við Píratar ætlum að auka traust á stjórnmálum, lýðræðinu og stofnunum samfélagsins. Með því að vera aðhaldsafl gegn spillingu, valdefla almenning og auka gagnsæi. Á Alþingi og í borginni höfum við sýnt þessi gildi okkar í verki. Heiðarleiki er Píratamál. Píratar fara fram á að kláruð verði greining á misferlisáhættu innan borgarkerfisins og hún notuð sem grunnur að aðgerðum og vörnum gegn misferli og spillingu. Þessa vinna er meðal þess sem Halldór, fráfarandi fulltrúi í borgarstjórn, barðist fyrir og við ætlum að klára þetta verk. Píratar  ætla að valdefla almenning og auka samráð við borgarbúa og hleypa fólki að ákvörðunum með því að styrkja lýðræðistól á við Betri Reykjavík og Hverfið mitt. Efla hverfisráðin, íbúasamtök og umboðsmann borgarbúa.

Breiðfylking ungs fólks

hafa beinlínis verið í stríði gegn ungu fólki. Borgin okkar þarf að vera samkeppnishæf við stórborgir nágrannalandanna svo ungt fólk yfirgefi ekki landið til frambúðar. Leggja þarf grunn að nútímalegu og spennandi borgarsamfélagi með þéttingu byggðar og Borgarlínu. Notkun vistvænni ferðamáta verður að vera raunverulegur valkostur. Húsnæði á viðráðanlegu verði er forsenda lífsgæða og þess að hér vilji fólk festa rætur. Við viljum lækka kosningaaldur á sveitarstjórnarstigi niður í 16 ár og munum í samstarfi við þingflokkinn halda áfram að berjast fyrir því, gera sálfræðiþjónustu aðgengilegri í skólunum og menntakerfið einstaklingsmiðað.

Ungur nemur öðrum fremur
Litlir kassar á lækjarbakka

Allir þurfa húsnæði

Allir þurfa húsnæði á viðráðanlegu verði. Þess vegna höfum við í borgarstjórn lagt áherslu á að vinna með óhagnaðardrifnum félögum að uppbyggingu húsnæðis. Á næsta kjörtímabil ætlum við að ráðast á vandann úr öllum áttum. Við verðum að ná að byggja meira, byggja vel og byggja hraðar. Til þess þarf að auka iðnmenntun, einfalda reglugerðir, skoða lausnir eins og einingahús og efla almenningssamgöngur. Við ætlum að þétta byggð og skipuleggja húsnæði fyrir alla aldurs- og félagshópa innan áhrifasvæðis Borgarlínu því þannig sköpum við nútímalega og spennandi menningarborg. Hverfi þar sem rúmast húsnæði fyrir stúdenta, fjölskyldur, eldri borgara, félagslegar íbúðir og leiguíbúðir með öfluga nærþjónustu.

Aukið frelsi með Borgarlínu

Við leggjum höfuðáherslu á Borgarlínu og viljum styðja við hana mun betur en gert er í núverandi skipulagsáætlunum. Borgarlína gengur út á þéttingu byggðar meðfram legu Borgarlínu. Það mun mynda skemmtilega borgarkjarna víðsvegar um borgina með nærþjónustu fyrir hverfin. Við viljum að íbúar í öllum hverfum borgarinnar hafi raunhæft val um vistvæna samgöngumáta og ætlum að auka hlutdeild fyrir hjólandi vegfarendur í fjárfestingum verulega. Góð hverfi þar sem fólk getur leikið, starfað og lifað er markmið Pírata. Það eykur lífsgæði og gerir borgina betri fyrir alla.

Almenningssamgöngur í lagi
Gæðastundir, já takk

Færri vinnustundir, fleiri gæðastundir

Píratar leggja áherslu á að styttingu vinnuviku til að fjölga gæðastundum og fækka vinnustundum fyrir sömu laun. Þannig fær fólk tíma til þess að sinna fjölskyldu og áhugamálum betur, tilraunaverkefni á styttingu vinnuviku hafa sýnt að afköst og líðan starfsfólks er betra og að minni líkur eru á kulnun í starfi.

Markmiðið er að stytting vinnuviku leiði einnig af sér minni þörf fyrir langa dvöl barna í dagvistun. Aukinn tími foreldra með börnum sínum er mjög mikilvæur liður til að styrkja andlega heilsu barna. Frítími barna á einmitt að vera frítími þeirra, skipulagt félagsstarf og “heimanám” á að vera innan vinnutíma foreldra. Áherslan á þá að vera sú að leik- og grunnskólarnir sinni sínu hlutverki sem menntastofnir, sérsniðnar að börnum. Leggja á meiri metnað í frístundastarf á vegum borgarinnar og verður það að vera skipulagt af fagfólki.

Umhverfisvæn og skemmtileg borg

Píratar hafa mótað víðamikla umhverfisstefnu fyrir borgina.

Við viljum umhverfisvæna borg. Við ætlum að efla almenningssamgöngur og vistvæna ferðamáta svo sem rafbíla með því að greiða fyrir hleðslustöðvum, bæta hjólastíga og bæta skipulag til að auðveldara sé að ferðast fótgangandi. Borgarbúar eiga að geta sótt alla nauðsynlega þjónustu innan síns hverfis og komist leiða sinna gangandi eða hjólandi á öllum tímum árs. Við viljum fjölga grænum svæðum, leggja áherslu á fjölbreytt lífríki i höfuðborginni og snjallar lausnir í umgengni og þrifum. Við viljum gróðursetja trjám til að kolefnisjafna og binda svifryk, veita skjól og fegra borgina um leið. Fjölga matjurtareitum fyrir almenning, auka framboð grænmetisfæðis í skólum og á stofnunum og minnka matarsóun. Það er mikilvægt að koma af stað átaksverkefni til að sporna við plastnotkun, notkun einnota umbúða og fræða almenning um umhverfisvæna kosti í þrifum og þvotti. Það þarf að auðvelda borgarbúum og stofnunum að taka umhverfisvænar ákvarðanir til að draga úr mengun og sóun. Við leggjum áherslu á að taka ákvarðanir í samræmi við bestu upplýsingar og samráð við íbúa og sérfræðinga.

Nærumhverfið þarf að vera í lagi
Málefni aldraðra

Aldursvæn borg – Reykjavík fyrir eldri borgara

Reykjavíkurborg á að vera aldursvæn sem og heilsueflandi borg sem sinnir þörfum allra íbúa sinna. Píratar vilja útrýma einmannaleika eldri borgara. Það gerist með því að tækla stór og smá mál. Allir eiga rétt á aðgengi að upplýsingum, þjónustu og samfélaginu. Við viljum leggja niður svokallað “sjálfbært félagsstarf”. Núverandi kerfi er niðurskurður undir merkjum fagrar hugmyndafræði. Félagsstarf eldri borgara á ekki að vera byggt á tilviljunarkenndum orkusprautum. Píratar ætla að bæta og efla heimaþjónustu. Þarfir einstaklinga eiga að vera í fyrirrúmi en ekki huglægt mat heimaþjónustunnar. Rýmka verður fyrir því hverjir geta sótt um að komast í þjónustuíbúðir borgarinnar og endurskoða þörfina fyrir dagvistunarúrræðum. Eldri borgarar eiga heimtingu á að komast leiðar sinnar allan ársins hring þrátt fyrir snjóþyngsli, hálku og slæm veðurskilyrði. Við erum alfarið mótfallin þeim kjörum sem eldri borgarar búa við í dag og munum að sjálfsögðu taka þátt í að beita þrýstingi við að leggja af allar tekjusskerðingar eldri borgara.

Hærri laun fyrir starfsfólk grunnskóla og leikskóla

Launamál starfsfólks skólanna, bæði leik- og grunnskólanna er stórt mál, en rekstur skólanna er dýr og honum er haldið niðri með lágum launum. Láglaunastefna er vandi umönnunarstétta og nú þarf að höggva á þann hnút sem hefur verið á milli ríkis og sveitarfélaga í þeim málum.

Kjósendur verða að geta treyst á það að kjörnir fulltrúar, hjá ríki og sveit,  muni vinna saman, þvert á flokka. Því allar heimsins fallegustu stefnur um skólamál skipta bara engu máli ef við fáum ekki fólk til starfa.

Píratar vilja að barni sem ekki hefur verið úthlutað leikskólaplássi fái greiðslur heim sem samsvari niðurgreiðslu borgarinnar, sem eru um 140 þús kr. á mánuði, þar til borgin hefur útvegað pláss. Við þurfum að vinna að langtímamarkmiðum í bland við plástrapólitík, því við verðum að vera heiðarleg, það mun taka tíma að leysa úr dagvistunarvandanum.

Menntun er framtíð
Dýravernd er mikilvæg

Dýraþjónusta borgarinnar

Píratar í Reykjavík hafa unnið að stofnun Dýraþjónustu til að efla eftirlit og þjónustu við gæludýraeigendur og dýr. Nýlegar kannanir sýna að 40% borgarbúa séu gæludýraeigendur og stærstur hluti þeirra eru hundaeigendur sem greiða um 20 þúsund krónur árlega á hvern hund í gjöld en hljóta sáralitla ef einhverja þjónustu fyrir. Við viljum fjölga og bæta hundagerði í borginni, styðja við og vinna í samstarfi við félagasamtök sem sinna týndum og villtum dýrum og opna dýraathvarf með sólarhringsvakt. Einnig viljum við stuðla að líffræðilegum fjölbreytileka í borgarlandinu og vinna markvisst að fræðslu og aðgerðum til verndunar á sel, refum og kanínum í samstarfi við Húsadýragarðinn og aðrar stofnanir.

Aðgengi fyrir alla

Algjört höfuðatriði er að borgin sé fyrir alla íbúa hennar. Nauðsynlegt er að tryggja aðgengi allra að samfélaginu. Að þeim upplýsingum og aðstoð sem eru nauðsynleg til fullrar þátttöku. Krafan um að allir geti lifað góðu lífi er ekki ósanngjörn og við þurfum að snúa af þeirri braut að litið sé á fullan aðgang sem forréttindi. Það verður að breyta því viðhorfi að stuðningur að fullum aðgangi að samfélaginu og aðstoð við að öðlast sjálfstætt líf sé einhvers konar ölmusa eða til að skammast sín fyrir. Það er ekki frekja heldur eðlileg krafa að geta tekið þátt, að njóta lífsins og njóta virðingar.

Kerfi borgarinnar þurfa að vera skýr og forvirk. Þau þurfa að hafa nægjanlegan sveigjanleika til að engin okkar falli milli stafs og bryggju. Notast þarf við nútímatækni við úrvinnslu umsókna þar sem staða mála er skýr og gegnsæ. Afnema þarf skerðingu fjárhagsstuðnings vegna tekna maka og vinna markvisst að því að útrýma fátæktargildrum í kerfinu. Það þarf að standa vörð um borgaraleg réttindi og mannréttindi jaðarhópa og leyfa öllum að hafa aðkomu að ákvarðanatöku sem þau varðar.

Aðgengismál þurfa að vera í lagi

Fréttir og greinar

Sækja fleiri fréttir

Viðburðir

Það eru engir viðburðir framundan á þessum tima.