Píratar ráða kosningastjóra í Reykjanesbæ

2018-05-09T13:35:46+00:00 3. apríl, 2018|Reykjanesbær|

Píratar á Suðurnesjum hafa fengið Gunnar Grímsson ráðgjafa sem kosningastjóra til undirbúnings vegna sveitarstjórnakosninga í Reykjanesbæ. Gunnar hefur margvíslega menntun og mikla reynslu af ráðgjafastörfum og verkefnastjórnun t.d. hjá VSÓ Ráðgjöf, Þjóðskjalasafni, Listahátíð, Hæstarétti, ofl. Auk þess er hann allrahandamaður þegar kemur að því að leysa hin ýmsu verkefni tengdu litlu framboði í stóru bæjarfélagi eins og Reykjanesbæ. Sem kosningastjóri mun Gunnar leggja sitt af mörkum til að stuðla að auknu lýðræði og velferð íbúa í Reykjanesbæ næstu árin.