Heimsókn til HK

2018-05-07T11:43:44+00:00 30. apríl, 2018|Kópavogur|

Í Kópavogi eru öflug íþróttafélög sem við getum verið stolt af. Á dögunum heimsóttu Sigurbjörg Erla og Hákon Helgi Íþróttafélagið HK. Þar áttu þau skemmtilegan og upplýsandi fund með þeim Sigurjóni Sigurðssyni, formanni, og Unnari Hermannsyni, gjaldkera þar sem farið var yfir starfsemi og framtíðarsýn félagsins. Píratar í Kópavogi gera sér grein fyrir mikilvægi fjölbreytts og öflugs tómstundastarfs og vilja að öll félög njóti sanngirni í styrkveitingum af hálfu bæjarfélagsins.