Listi Pírata í Hafnarfirði samþykktur.

2018-05-09T19:44:33+00:00 5. maí, 2018|Hafnarfjörður|

Laugardaginn 5. maí síðastliðinn gengu umboðsmenn Pírata í Hafnarfirði

á fund yfirkjörstjórnar og afhentu framboðslista flokksins til samþykktar auk stuðningsyfirlýsinga tæplega 100 íbúa Hafnarfjarðar. Framboðið var samþykkt og verður nú hægt að fara á fulla ferð í kosningabaráttu fyrir kosningarnar 26. maí. Í kosningunum 2014, þegar Píratar buðu fram í fyrsta sinn, þá vantaði eingöngu 6 atkvæði upp á að fyrsti maður þess lista kæmist í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Píratar ætla sér að eiga fulltrúa í bæjarstjórn eftir kosningarnar og til frambúðar.

Efstu frambjóðendur lista Pírata í Hafnarfirði eru:

  • Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir – þroskaþjálfi
  • Kári Valur Sigurðsson – pípari
  • Hildur Björg Vilhjálmsdóttir – B.A. Heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði
  • Hallur Guðmundsson – samskipta- og miðlunarfræðingur
  • Haraldur R. Ingvason – náttúrufræðingur