Skil á framboðslistum

2018-05-07T11:42:42+00:00 5. maí, 2018|Kópavogur|

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, oddviti Pírata í Kópavogi, skilaði inn framboðsgögnum til yfirkjörstjórnar í Kópavogi í dag. Við óskuðum að sjálfsögðu eftir listabókstafnum P. Níu listar skiluðu inn framboðsgögnum í Kópavogi. Framundan er spennandi barátta og við hlökkum til að hitta enn fleiri íbúa Kópavogsbæjar á næstunni og kynna stefnumál Pírata.