Alexandra búin að sækja um nafnabreytingu

2018-05-07T11:49:20+00:00 7. maí, 2018|Reykjavík|

Alexandra Briem fór á föstudag til Þjóðskrár og sótti formlega um nafnabreytingu. Alexandra er transkona og er skráð sem karlamaður með karlmannsnafn hjá Þjóðskrá. Hún ber miklar vonir til þess að nafnabreytingin gangi í gegn fyrir kosningar en á framboðsgögnum sem var skilað inn vegna framboðslistans í Reykjavík er hún skráð sem Alexandra Briem en ekki með gamla nafninu sínu.

Nokkuð hefur verið fjalla um nafnabreytingu Alexöndru í fjölmiðlum að undanförnu, til að mynda á vef Fréttablaðsins: Hætt við að Alexandra verði karlkyns á kjörseðlinum.