Frambjóðendur um víðan völl

2018-05-07T11:44:17+00:00 7. maí, 2018|Kópavogur|

Það er nóg að gera hjá frambjóðendum Pírata í Kópavogi. Við höfum átt marga góða fundi við bæjarbúa og hagsmunasamtök undanfarnar vikur, fundað stíft með grasrótinni og skipulagt kosningabaráttuna.

Kynningarstarfið hófst með pallborðsumræðum í MK fyrir skuggakosningarnar. Þar mætti fjöldi áhugasamra menntaskólanema til að kynna sér framboðin til sveitarstjórnarkosninganna og áherslur þeirra. Nemendir við MK voru afar áhugasamir og því á það greinilega ekki við hér að unda fólkið okkar hafi engan á huga á framtíð síns sveitarfélags.

Þá höfum við fundað með Lifandi samfélagi, samtökum um nágrannasamvinu, Félagi Leikskólakennara og dagforeldrum í Kópavogi. Í öllum tilfellum höfum við átt gott og upplýsandi samtal um hvað þeim þykir betur mega fara í málefnum er þau varðar. Píratar leggja mikla áherslu á að virkt samráð og samstarf sé haft við íbúa og hagsmunaaðila í allri ákvarðanatöku.