Píratar á Suðurnesjum kafa komið sér upp kosningaskrifstofu við Hafnargötu 8 í Reykjanesbæ. Sem oft áður fara Píratar ekki troðnar slóðir og leigðu sér huggulegan og nýuppfærðan “kaffigám” til að nýta sem kosningavagn. Segja má að kosningavagninn sé vel heppnaður og vel staðsettur í bænum. Einnig hlakkar í frambjóðendum sem vilja keyra með gáminn um Reykjanesbæ til að hitta fólk sem víðast.