Píratar sóttu fund Styrktarfélags HSS

2018-05-14T20:50:48+00:00 14. maí, 2018|Reykjanesbær|

Píratar fóru á fund Styrktarfélags Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Búið að vera starfrækt frá því 16. apríl 1975 og nú var skipt um stjórn og gömlu stjórninni þakkað það mikla verk sem þau hafa unnið til heilla Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Afar fróðlegur fundur og nú þurfa allir að leggjast á eitt við að berjast fyrir þessari stofnun þvert á alla flokka. Þingmaðurinn okkar hann Jón Þór kom og upplýsti um ferla sem hægt væri að nýta sér í þessari baráttu. Við hér á Suðurnesjum eigum rétt á góðri heilbrigðisþjónustu og það er vel þess virði að berjast fyrir þann málstað.