Kópavogur fyrir eldri borgara, aldursvænn bær 2018-05-20T21:31:30+00:00

Kópavogur fyrir eldri borgara -aldursvænn bær

  • Fjölgum hjúkrunarrýmum og þjónustuíbúðum fyrir aldraða á viðráðanlegu verði.
  • Aukum stuðning við eldri borgara sem geta og vilja búa lengur heima hjá sér í stað þess að fara í þjónustuíbúðir eða hjúkrunarrými.
  • Veitum tómstundastyrki til aldraðra að fyrirmynd frístundakorta barna og unglinga, þar sem markmiðið er að auka félagslega þátttöku þeirra. Þeir sem eru á vinnumarkaði hafa í sjóði að sækja, t.d. Verkalýðsfélagasjóðina en þeir sem fara á eftirlaun missa réttindi sín þar fyrir rest. Þetta er mikilvægt skref í að stuðla að góðri líkamlegri og andlegri heilsu.
  • Við erum alfarið mótfallin þeim kjörum sem eldri borgarar búa við í dag og munum að sjálfsögðu taka þátt í að beita þrýstingi við að leggja af allar tekjusskerðingar eldri borgara.