About thorri

This author has not yet filled in any details.
So far thorri has created 14 blog entries.

Kosningavagn Pírata í Reykjanesbæ

2018-05-07T12:00:31+00:00 7. maí, 2018|Reykjanesbær|

Píratar á Suðurnesjum kafa komið sér upp kosningaskrifstofu við Hafnargötu 8 í Reykjanesbæ. Sem oft áður fara Píratar ekki troðnar slóðir og leigðu sér huggulegan og nýuppfærðan "kaffigám" til að nýta sem kosningavagn. Segja má að kosningavagninn sé vel heppnaður og vel staðsettur í bænum. Einnig hlakkar í frambjóðendum sem vilja keyra með gáminn um [...]

Gleðifréttir fyrir leigjendur hjá Brynju-hússjóði

2018-05-07T11:51:51+00:00 7. maí, 2018|Reykjavík|

Öryrkjabandalag Íslands hefur haldið ákveðinni kröfu á lofti gagnvart Reykjavíkurborg vegna dóms Hæstaréttar frá árinu 2015, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að leigjendur hjá Brynju, hússjóði Örykjabandalagsins, hafi átt rétt á að sækja um sérstakar húsaleigubætur þó að þeim hafi verið meinað um það samkvæmt reglum borgarinnar. Krafan hefur verið sú að allir [...]

Alexandra búin að sækja um nafnabreytingu

2018-05-07T11:49:20+00:00 7. maí, 2018|Reykjavík|

Alexandra Briem fór á föstudag til Þjóðskrár og sótti formlega um nafnabreytingu. Alexandra er transkona og er skráð sem karlamaður með karlmannsnafn hjá Þjóðskrá. Hún ber miklar vonir til þess að nafnabreytingin gangi í gegn fyrir kosningar en á framboðsgögnum sem var skilað inn vegna framboðslistans í Reykjavík er hún skráð sem Alexandra Briem en [...]

Rannveig fór á fund með eldri borgurum

2018-05-07T11:47:06+00:00 7. maí, 2018|Reykjavík|

Rannveig Ernudóttir sem skiptar 4. sæti á lista Pírata í Reykjavik var fulltrúi flokksins á fundi sem Félag eldri borgara stóð fyrir í Ráðhúsi Reykjavikur, ásamt Gráa hernum og Samtökum aldraðra. Markmiðið var að heyra frá forystufolki framboðanna hvaða áherslur taka á málefnum eldri borgara. Rannveig er tómstundafræðingur hjá Hrafnistu og með puttann á púlsinum [...]

Frambjóðendur um víðan völl

2018-05-07T11:44:17+00:00 7. maí, 2018|Kópavogur|

Það er nóg að gera hjá frambjóðendum Pírata í Kópavogi. Við höfum átt marga góða fundi við bæjarbúa og hagsmunasamtök undanfarnar vikur, fundað stíft með grasrótinni og skipulagt kosningabaráttuna. Kynningarstarfið hófst með pallborðsumræðum í MK fyrir skuggakosningarnar. Þar mætti fjöldi áhugasamra menntaskólanema til að kynna sér framboðin til sveitarstjórnarkosninganna og áherslur þeirra. Nemendir við MK [...]

Fjölmennt á Hátíðarfögnuði NPA-miðstöðvarinnar

2018-05-07T11:46:04+00:00 5. maí, 2018|Reykjavík|

Svona var gaman að vera á Hátíðarfögnuði NPA-miðstöðvarinnar á Evrópudegi sjálfstæðs lífs! Hér Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, að tala við Þuríði Hörp Sigurðardóttur, formann ÖBÍ, Rúnar formann málefnahóps ÖBÍ um sjálfstætt líf, Rúnar Björn Herrera, formann NPA-miðstöðvarinnar, og Halldóru Pírataþingkonu og formann Velferðarnefndar Alþingis. NPA og nýju lögin um þjónustu við fatlað [...]

Skil á framboðslistum

2018-05-07T11:42:42+00:00 5. maí, 2018|Kópavogur|

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, oddviti Pírata í Kópavogi, skilaði inn framboðsgögnum til yfirkjörstjórnar í Kópavogi í dag. Við óskuðum að sjálfsögðu eftir listabókstafnum P. Níu listar skiluðu inn framboðsgögnum í Kópavogi. Framundan er spennandi barátta og við hlökkum til að hitta enn fleiri íbúa Kópavogsbæjar á næstunni og kynna stefnumál Pírata.

Framboðs­gögnum skilað í Reykja­nes­bæ

2018-05-07T11:38:35+00:00 5. maí, 2018|Reykjanesbær|

Píratar skiluðu inn framboðsgögnum til yfirkjörstjórnar í Reykjanesbæ í dag. Við erum með 22 Reykjanesbæinga á framboðslista, það voru 122 manns sem skrifuðu undir meðmælalista með framboðinu og tilgreindir umsjónarmenn með framboðinu eru Albert Svan Sigurðsson og Þórólfur Júlían Dagsson. Við óskuðum að sjálfsögðu eftir listabókstafnum P.

Rabbað við rektor

2018-05-07T17:58:26+00:00 4. maí, 2018|Akureyri|

Undirritaður skýst til dagmömmunnar, klæðir strákinn og beislar hann niður í bílstólnum. Við ætlum að fara saman á fund með rektor. Kosningastjóri Pírata hafði fyrr um daginn spurt hvort ég gæti farið með Dóra oddvita kl 16 á fund með rektor Háskólans á Akureyri. Til að þetta gengi upp þurfti ég að taka strákinn minn [...]

Heimsókn til HK

2018-05-07T11:43:44+00:00 30. apríl, 2018|Kópavogur|

Í Kópavogi eru öflug íþróttafélög sem við getum verið stolt af. Á dögunum heimsóttu Sigurbjörg Erla og Hákon Helgi Íþróttafélagið HK. Þar áttu þau skemmtilegan og upplýsandi fund með þeim Sigurjóni Sigurðssyni, formanni, og Unnari Hermannsyni, gjaldkera þar sem farið var yfir starfsemi og framtíðarsýn félagsins. Píratar í Kópavogi gera sér grein fyrir mikilvægi fjölbreytts [...]