Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er í Smáralind

2018-05-12T09:38:45+00:00 12. maí, 2018|Hafnarfjörður, Kópavogur, Reykjavík|

Fyrir þá sem ekki komast til að greiða atkvæði á kjördag, 26. maí, þá er í boði utankjörstaðaratkvæðagreiðsla fyrir höfuðborgarsvæðið á 2. hæð í Smáralind. Utankjörstaðaratkvæðagreiðslan er opin kl. 10-22 alla daga til 25. maí 2018, nema hvað lokað verður á hvítasunnudag 20. maí. Á kjördag 26. maí geta kjósendur sem eru á kjörskrá einnig [...]

Frambjóðendur um víðan völl

2018-05-07T11:44:17+00:00 7. maí, 2018|Kópavogur|

Það er nóg að gera hjá frambjóðendum Pírata í Kópavogi. Við höfum átt marga góða fundi við bæjarbúa og hagsmunasamtök undanfarnar vikur, fundað stíft með grasrótinni og skipulagt kosningabaráttuna. Kynningarstarfið hófst með pallborðsumræðum í MK fyrir skuggakosningarnar. Þar mætti fjöldi áhugasamra menntaskólanema til að kynna sér framboðin til sveitarstjórnarkosninganna og áherslur þeirra. Nemendir við MK [...]

Skil á framboðslistum

2018-05-07T11:42:42+00:00 5. maí, 2018|Kópavogur|

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, oddviti Pírata í Kópavogi, skilaði inn framboðsgögnum til yfirkjörstjórnar í Kópavogi í dag. Við óskuðum að sjálfsögðu eftir listabókstafnum P. Níu listar skiluðu inn framboðsgögnum í Kópavogi. Framundan er spennandi barátta og við hlökkum til að hitta enn fleiri íbúa Kópavogsbæjar á næstunni og kynna stefnumál Pírata.

Heimsókn til HK

2018-05-07T11:43:44+00:00 30. apríl, 2018|Kópavogur|

Í Kópavogi eru öflug íþróttafélög sem við getum verið stolt af. Á dögunum heimsóttu Sigurbjörg Erla og Hákon Helgi Íþróttafélagið HK. Þar áttu þau skemmtilegan og upplýsandi fund með þeim Sigurjóni Sigurðssyni, formanni, og Unnari Hermannsyni, gjaldkera þar sem farið var yfir starfsemi og framtíðarsýn félagsins. Píratar í Kópavogi gera sér grein fyrir mikilvægi fjölbreytts [...]