Hafnarfjörður 2018-05-17T17:04:11+00:00

Píratar í Hafnarfirði bjóða fram í sveita­rstjórnar­kosningum 2018

Píratar í Hafnarfirði bjóða fram lista af fólki og mikilvæg málefni til umbóta í bænum. Kynningu á manneskjum og málefnum má finna hér að neðan.

Frambjóðendur Pírata í Hafnarfirði

Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir
Elín Ýr Arnar HafdísardóttirÞroskaþjálfi
Elín Ýr er oddviti framboðslista Pírata í Hafnarfirði. Hún er þroskaþjálfi að mennt og er í hlutanámi í opinberri stjórnsýslu. Hún vill breyta gamla kerfinu með því að byggja nýtt og réttlátara kerfi ofan á grunninn með jafnrétti, mannréttindi og nýja stjórnarhætti að leiðarljósi.
Kári Valur Sigurðsson
Kári Valur SigurðssonPípari
Kári Valur skipar annað sæti framboðslista Pírata í Hafnarfirði. Hann er pípari að mennt og á tvo stráka. Kári starfaði meðal annars sem verkamaður í slipp í Danmörku og hefur haft brennandi áhuga á pólitík frá barnsaldri.
Hildur Björg Vilhjálmsdóttir
Hildur Björg VilhjálmsdóttirB.A. Heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði
Hildur Björg Vilhjálmsdóttir er í þriðja sæti framboðslista Pírata í Hafnarfirði. Hún ásamt maka sínum eiga tvær stúlkur. Hildur er með BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Aðspurð hvers vegna hún bjóði fram segir Hildur: „Þetta er fyrir hugsjónina, betri heim og litlar breytingar sem skipta máli. Ég vil bara leggja mitt af mörkum.“
Hallur Guðmundsson
Hallur GuðmundssonSamskipta- og miðlunarfræðingur
Hallur er í fjórða sæti á lista Pírata í Hafnarfirði. Hann er samskipta- og miðlunarfræðingur, starfar hjá bílaleigunni Enterprise og er tónlistarmaður í frístundum. Hann hefur búið í Hafnarfirði síðan í nóvember 1996 og þekkir vel til þess sem gerist í bænum. Hallur vill endurhugsa almenningssamgöngukerfið, auka gagnsæi í sveitarstjórninni og gera góðan bæ betri.
Haraldur R. Ingvason
Haraldur R. IngvasonNáttúrufræðingur
Haraldur er í 5. sæti á lista Pírata í Hafnarfirði. Hann hefur unnið sem smábátasjómaður meðfram námi en er nú líffræðingur og sjómennskan aðeins áhugamál. Hann hefur mikinn áhuga á umhverfismálum, gagnrýnni hugsun og vill að skólar virki sem best fyrir menntun og þroska barna á hverju skólastigi. Stytting vinnuviku er stórmál þegar kemur að fjölskyldulífi og þolir enga bið.
Eysteinn Jónsson
Eysteinn JónssonFyrrverandi framkvæmdastjóri
Eysteinn er 76 ára og hefur komið víða við á starfsævinni. Hann hefur verið sveitarstjóri fyrir löngu, og síðar framkvæmdastjóri ýmissa fyrirtækja og í stjórnunarstörfum hjá orkufyrirtækjum Reykjavíkurborgar. Fyrir ári síðan sat hann í Framkvæmdaráði Pírata og hefur sýnt grunnstefnunni mikinn áhuga. Þar eru sjálfsákvörðunarréttur og upplýsingaréttur honum hvað mikilvægust, ásamt beinu lýðræði, íbúalýðræði og baráttu við spillingu.
Hlynur GuðjónssonVélvirki
Eva Hlin GunnarsdóttirÚtstillingahönnuður hjá IKEA
Ýmir VésteinssonLyfjafræðingur
Lilja Líndal SigurðardóttirNemi
Ólafur St. ArnarssonSRE hjá Tetapp Iceland
Þórir ÁrnasonKokkur
Magnea Dís BirgisdóttirFornleifafræðinemi
Agnes ReynisdóttirKerfisfræðingur
Arnar Snæberg JónssonEins manns pönksveitin Hemúllinn
Haraldur SigurjónssonNemi
Hildur Þóra HallsdóttirNemi
Haraldur Óli GunnarssonNetsérfræðingur
Ingimundur Benjamín ÓskarssonTónlistarmaður
Olga Kristín JóhannesdóttirÞjónustufulltrúi
Eiríkur Rafn RafnssonAðstoðarmaður þingflokks Pírata
Gunnar JónssonLeikari

Málefni Pírata í Hafnarfirði

Bæjarstemning

Kjarnastefna stjórnkerfis og lýðræðis

Píratar í Hafnarfirði vilja að Hafnarfjarðarbær verði leiðandi í opnun gagna og íbúalýðræði. Þjónusta við bæjarbúa verði einfölduð og gerð rafræn eins og hægt er. Hafnarfjarðarbær leitist við að nota opinn hugbúnað og við viljum að gerð verði greining á misferlisáhætti innan bæjarkerfisins.

Jafnréttisstefna Pírata í Hafnarfirði

Píratar í Hafnarfirði vilja efla grasrótar- og félagsstarfsemi sem ýtir undir jafnrétti allra. Stefnumótun skal byggjast á jafnréttissjónarmiðum og vinna skal með virkum hætti gegn kynferðislegu, andlegu og líkamlegu ofbeldi gegn öllu fólki af öllum kynjum. Vinna skal með virkum hætti gegn margþættri mismunun.

Opinber skráningarform skulu gera ráð fyrir öllum kynjum og öllum kynjum skal gefið rými í opinberum byggingum t.d. skólum og íþróttamannvirkjum.

Hér má lesa meira um jafnréttisstefnu Pírata í Hafnarfirði

Jafnréttismál í Hafnarfirði
Aðgengismál þurfa að vera í lagi

Málefni fatlaðs fólks í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarbær skal ævinlega hafa virkt samráð við fatlað fólk og hagsmunasamtök þess við alla mótun og framfylgd stefnumála sem og ákvarðanatöku er varðar fatlað fólk. Vinna skal með virkum hætti gegn öllu ofbeldi og margþættri mismunun gegn fötluðu fólki. Innleiða skal samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) og halda áfram innleiðingu og stuðningi við NPA (Notendastýrða persónulega aðstoð) Tryggja skal að ferðaþjónusta fatlaðs fólks standi undir hlutverki sínu með fullnægjandi hætti.

Lestu meira hér

Fjölskyldu og skólastefna Pírata í Hafnarfirði

Píratar í Hafnarfirði vilja að barnið verði í öndvegi í öllu bæjarkerfinu. Við viljum efla dagvistunarmál og tengja saman lok fæðingarorlofs og dagvistunarpláss. Við viljum að skólakerfið lagi sig að þörfum barna en ekki öfugt. Námsúrval þarf að vera fjölbreytt og í stöðugri þróun. Skilgreina á hvert sé markmiðið með menntun og skólagöngu. Íþróttaiðkun barna skuli vera á forsendum lýðheilsu.Tilgangurinn er að mæta þörfum barnsins frekar en að skapa afreksíþróttamenn. Öll systkini búsett í Hafnarfirði skuli fá systkinaafslátt. Hafnarfjarðarbær verði leiðandi í styttingu vinnuvikunnar og auki þannig lífsgæði bæjarbúa.

Menntakerfið á að þjóna bæjarbúum
Aðfluttir bæjarbúar efla samfélagið, svo einfalt er það

Stefna Pírata í Hafnarfirði um málefni innflytjenda

Píratar í Hafnarfirði vilja að innflytjendur séu upplýstir um réttindi sýn og helstu upplýsingar verði aðgengilegar á þeirra móðurmáli. Styrkja skal grasrótarstarfsemi sem ýtir undir samfélagsþátttöku og virkni fólks af erlendum uppruna á öllum aldri. Sporna skal við fordómum og margþættri mismunun ásamt því að styrkja stöðu kvenna af erlendum uppruna.

Dýravelferðarstefna Pírata í Hafnarfirði

Píratar í Hafnarfirði vilja að Hafnarfjarðarbær standi að samstarfi við önnur sveitarfélög um dýraathvarf með sólarhringsvakt. Við viljum styrkja samstarf við félagasamtök sem standa að velferð útigangs- og villidýra og reyna að stemma stigu við fjölgun þeirra með aðferð TNR (trap, neuter, release). Við viljum Hundagerði sem uppfylli öryggiskröfur og innihaldi leiktæki eða aðra afþreyingu.

Dýrin í Hafnarfirði
Samgöngumátar

Stefna Pírata í samgöngumálum

Píratar í Hafnarfirði vilja sjá hagkvæmni, öryggi og flæði í samgöngukerfi bæjarins og vilja því koma að uppbyggingu Borgarlínu. Við viljum bæta umhverfi og öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Við viljum klára tvöföldun Reykjanesbrautar og við viljum gæta þess að í öllum framkvæmdum séu hagsmunir íbúa varðandi loftgæði, umferðarhljóð og öryggi haft að leiðarljósi.

Umhverfisstefna Pírata í Hafnarfirði

Píratar í Hafnarfirði telja að framfylgja skuli gildum sjálfbærrar þróunar í allri ákvarðanatöku skipulags og umhverfismála. Við viljum að Hafnarfjarðarbær setji sér markmið og aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og við viljum vernda ósnortin hraunsvæði og landslagsheildir í bæjarlandinu. Við viljum fjjölga mengunar mælingastöðum. Píratar í Hafnarfirði vilja veita fyrirtækjum með umhverfisvottun afslætti og veita styrki til lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem vilja endurnýja búnað með umhverfissjónarmið að leiðarljósi.

Bílarafhleðslustöð
Notendavæn stjórnsýsla er markmið

Kjarnastefna velferðar

Píratar í Hafnarfirði telja að til þess að fólk geti nýtt borgaraleg og lýðræðisleg réttindi sín þurfi það að hafa fullt aðgengi að samfélaginu. Hafnarfjarðarbæ ber að veita fólki þá aðstoð sem nauðsynleg er til að svo verði og styðja fólk til valdeflingar. Við viljum efla forvarnarstarf gagnvart félagslegum og geðrænum erfiðleikum í gegnum grunnskóla, heilsugæslu og tómstundastarf barna og unglinga.

Málefni aldraðra

Píratar í Hafnarfirði telja að auka þurfi lífsgæði aldraðs fólks með því að vinna gegn einangrun og auka samráð. Við viljum endurskoða hugmyndafræðia á bak við þjónustuíbúðir og auðvelda fólki að nýta sér þjónustu sveitarfélagsins.

Málefni aldraðra

Málefni Pírata í Hafnarfirði

Menntamál í Hafnarfirði

Fjölskyldu- og skólastefna Pírata í Hafnarfirði

Barnið á að vera í öndvegi í öllu bæjarkerfinu og skólakerfið að laga sig að þörfum barnsins, ekki öfugt. Hafnarfjarðarbær getur orðið leiðandi í styttingu vinnuvikunnar í því skyni að auka frítíma fjölskyldunnar.

Við viljum efla dagvistunarmál og tengja betur saman lok fæðingarorlofs og dagvistunarpláss. Síðan þarf námsúrval vera fjölbreytt og í stöðugri þróun. Skilgreina á hvert sé markmiðið með menntun og skólagöngu.

Hér má lesa stefnu Pírata í Hafnarfirði um þessi mál

Jafnréttismál í Hafnarfirði

Jafnréttisstefna Pírata í Hafnarfirði

Styrkja skal og styðja við grasrótar- og félagsstarfsemi sem ýtir undir jafnrétti allra. Leita skal eftir samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu við rekstur slíkrar starfsemi.

Öllum kynjum skal gefið rými í opinberum byggingum t.d. Skólum, sundlaugum, og íþróttahúsum. Þetta skal gert með því að lagfæra klefa og salernisaðstæður með aðkomu hagsmunasamtaka sem málið varðar.

Nánar hér

Aðgengismál þurfa að vera í lagi

Málefni fatlaðs fólks í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarbær þarf að vera í samvinnu við fatlað fólk og hagsmunasamtök þess við að innleiða Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) og útfæra þjónustu í samræmi við hann.

Alltaf skal hafa virkt samráð og samstarf við fatlað fólk og hagsmunasamtök þess við mótun og framfylgd stefnumála, reglugerða og laga í málefnum fatlaðs fólks sem og í annarri ákvarðanatöku sem snertir fatlað fólk. Samráðið skal eiga sér stað á öllum stigum vinnunnar.

Lestu meira hér

Innflytjendur eiga að hafa saman rétt

Stefna Pírata í Hafnarfirði um málefni innflytjenda

Fordómar gagnvart innflytjendum, umsækjendum um alþjóðlega vernd og fólki frá öðrum menningarheimum ganga gegn stefnu Pírata og stefnu Hafnarfjarðar. Ávallt skal leitast við að draga úr þeim með viðeigandi fræðslu.

Píratar í Hafnarfirði vilja stuðla að því að kosningalögum verði breytt svo allir sem eiga lögheimili í Hafnarfirði og hafa náð kosningaaldri geti kosið í sveitarstjórnarkosningum.

Lesið meira um þessi mál hér

Menntakerfið á að þjóna bæjarbúum

Menntamál í Hafnarfirði

Hvatt skal til aukins sjálfstæðis leik- og grunnskóla og skólaþróunar varðandi kennsluaðferðir og -hætti. Áframhald breytinga á námi og kennslu sé metið reglulega af skólasamfélaginu til að tryggja að það skili þeim árangri sem lagt er upp með. Áhrifavald kennara til stefnumótunar í skólamálum innan Hafnarfjarðarbæjar verði aukið. Jafnframt verði frelsi nemenda og foreldra til þess að hafa áhrif á skólaumhverfi og nám aukið.

Fjölbreyttir skólar með mismunandi áherslur og rekstrarform séu æskilegir, börnum og foreldrum verði samhliða því gert auðveldara að velja úr skólum innan Hafnarfjarðar. Þá þarf að efla þurfi skóla án aðgreiningar en jafnframt verði boðið upp á sérskólaúrræði fyrir þá nemendur og fjölskyldur þeirra sem þess óska og slík úrræði verði í boði innan Hafnarfjarðar. En einnig verði frekari úrræða leitað.

Kynntu þér meira um þetta hér

Íþróttir af öllum stærðum

Íþrótta- og tómstundamál hafnfirðinga

Stuðlað á að fjölbreyttari möguleikum til útivistar og leitað til bæjarbúa um hugmyndir í því samhengi. Til dæmis mætti auka aðgang að skemmtilegum klifurtækjum og klifursporti, styðja við bretta-, skauta og aðrar jaðaríþróttir, bjóða víðar aðgang að ræktun matjurta og blóma, og margt fleira. Leita skal leiða til draga úr hljóðmengun á útivistarsvæðum.

Bærinn setur stefnu um ráðningar fagfólks til starfa í íþrótta- og frístundastarfi, bæði til umsjónar og annarra starfa.

Frekari upplýsingar eru hér

Notendavæn stjórnsýsla er markmið

Kjarnastefna stjórnsýslu og lýðræðis Pírata í Hafnarfirði

Stefnt skal að gagnsæi í stjórnsýslunni verði algjört og nái til allra ferla við ákvarðanatökur. Nema þar sem gæta verður persónuverndarsjónarmiða. Allar fundargerðir, samningar og önnur opinber skjöl verði aðgengileg á netinu og tryggja ber að upplýsingar um öll útgjöld bæjarins, dótturfyrirtækja hans, byggðarsamlaga og ráðstöfun styrkja sem bærinn veitir séu gefnar upp.

Upplýsingar á rafrænu formi á að setja inn tímanlega og uppfærðar reglulega. Slík upplýsingagjöf lúti þó í öllum tilfellum viðeigandi persónuverndarsjónarmiðum og lögum

Meira um stjórnsýslustefnuna okkar hér

Fréttir og greinar

Viðburðir

Það eru engir events framundan á þessum tima.
Skoða alla viðburði