Hildur Björg Vilhjálmsdóttir 2018-05-21T10:20:13+00:00

„Þetta er fyrir hugsjónina, betri heim og litlar breytingar skipta máli. Ég vil bara leggja mitt af mörkum.“

Hildur Björg Vilhjálmsdóttir

3. sæti, Hafnarfirði

Aldur

Ég er 34 ára gömul.

Maki/börn

Ég á maka Ívar Atla, og tvær stúlkur.

Hvar ólst þú upp?

Ég ólst upp í Reykjavík, í Vesturbænum, Grafarvogi og svo loks í Garðabæ.

Menntun

Ég er með BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði sem ég lærði á Bifröst.

Starfsreynsla

Aðallega úr verkamannastörfum, afgreiðslustörfum og fiskvinnslu t.d.

Reynsla sem kemur sér vel til að vera sveitarstjórnarkona

Já já, það að hafa strögglað í lífinu.

Af hverju býður þú þig fram?

Þetta er fyrir hugsjónina, betri heim og litlar breytingar skipta máli. Ég vil bara leggja mitt af mörkum.

Áhugamál

Heimsspeki, Sci -Fi, prjóna og fjallgöngur.

Hvaða grunngildi Pírata skiptir þig mestu máli?

Ég myndi segja að aðgangur að upplýsingum skipti mestu máli. Það er forsenda fyrir öllu, forsenda fyrir því að taka upplýstar ákvarðanir, forsenda fyrir að hlutirnir gangi eins og þeir eigi að ganga.

Staðreynd um sjálfa þig sem fáir vita/kemur fólki á óvart um þig

Ekkert sem mér dettur í hug.