Kári Valur Sigurðsson 2018-05-21T10:19:28+00:00

„Ef þú vilt að fólk taki þátt í að móti samfélaginu þá verður þú að taka þátt líka, annað væri bara hræsni.“

Kári Valur Sigurðsson

2. sæti í Hafnarfirði

Aldur

47 ára

Maki/börn

Ég er fráskilinn og á tvo stráka.

Hvar ólstu upp

Ég ólst upp í Hafnarfirði.

Menntun

Ég er menntaður pípari.

Starfsreynsla

Ég vann sem verkamaður í slipp þar til ég var þrítugur og þá fór ég að mennta mig. Ég var í 11 ár í Danmörku og vann við ýmislegt. Jarðvegsverktaka, í verksmiðju og líka sem pípari.

Reynsla sem kemur sér vel til að vera sveitarstjórnarmaður/kona

Ég held að það komi sér vel að hafa búið í tveimur löndum. Ég byrjaði í pólitík þegar ég var 16 ára svo að ég hef alveg smá reynslu. Ég er líka heiðarlegur og réttsýnn.

Af hverju býður þú þig fram

Ég hef verið í Pírötum síðan 2013, 2014 í kringum þau áramót. Ég hef verið mjög virkur í starfi. Mér finnst skylda okkar allra að taka þátt í að breyta samfélaginu. Ef þú vilt að fólk taki þátt í að móti samfélaginu þá verður þú að taka þátt líka, annað væri bara hræsni.

Áhugamál

Ég hef mjög gaman að útivist og stangveiðum, hef verið í því síðan ég var krakki.

Hvaða grunngildi Pírata skipta þig mestu máli

Mér finnst svo rosalega mikilvægt að við fáum að hafa áhrif á það sem skiptir okkur máli. Að við fáum að taka þátt i samfélaginu og að móta samfélagið. Mér finnst það skipta rosalega miklu máli.

Staðreynd um sjálfan þig sem fáir vita/kemur fólki á óvart um þig

Ég var í Æskulýðsfylkingu Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði.