Píratar bjóða fram lista góðs fólks í sveitastjórnarkosningum 2018
Píratar í Kópavogi skipa góðan lista og vilja tryggja lýðræðisleg vinnubrögð og mannúðlegri stjórnsýslu í bæjarstjórn Kópavogs. Einnig er lögð rík áhersla á einstaklingsrétt og sjálfsákvörðunarrétt, auk gagnsæis og óhefts aðgengis að upplýsingum um bæjarmálin.
→ Akureyri
→ Hafnarfjörður
→ Kópavogur
→ Reykjavík
→ Reykjanesbær
Frambjóðendur Pírata í Kópavogi
Málefni Pírata í Kópavogi

Stjórnsýsla og lýðræði -ekkert rugl á okkar vakt
- Við viljum setja á legg sem fyrst embætti Umboðsmanns Íbúa sem hefur það hlutverk að vera óháður milliliður á milli bæjarbúa og stjórnsýslu sem hefur yfirgripsmikla þekkingu á stjórnkerfi bæjarins. Hlutverk hans er að taka til meðferðar ábendingar og kvartanir bæjarbúa sem snúa að stjórnsýslu bæjarins, hann getur veitt ráðgjöf um kæruleiðir og aðstoð við málskot, ásamt því að geta sinnt fræðslu og frumkvæðisathugunum.
- Við viljum að íbúar geti á einfaldan hátt séð launakjör fulltrúa, styrki, aksturgreiðslur og ferðakostnað ásamt öðrum greiðslum inntar af hendi frá Kópavogsbæ. Við viljum að hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa sé auðfinnanleg á vefsíðu bæjarins og skýr.
Umhverfi og samgöngur -fallegur og dýravænn bær
- Bæta aðstæður fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, íbúar í öllum hverfum bæjarins eiga að hafa raunhæft val um vistvæna samgöngumáta.
- Við viljum bæta aðgengi að náttúruperlunni Heiðmörk og bæta úr skorti göngu- og hjólastíga þangað
- Píratar eru fylgjandi borgarlínu og vilja styðja við uppbyggingu íbúða á viðráðanlegu verði á áhrifasvæðum hennar.


Aðgengi fatlaðra eru mannréttindi, ekki þjónusta
- Fatlað fólk og hagsmunasamtök þess á að koma að stefnumótun á öllum stigum vinnunnar, ekki bara þegar málin eru komin vel af stað heldur strax í upphafi þegar hugmyndin kemur fram.
- Kópavogsbær á að vera leiðandi í því að efla atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu og bjóða upp á hlutastörf í meira mæli.
Fjölskyldu- og menntamál -færri vinnustundir, fleiri gæðastundir
- Við Píratar ætlum að búa til fjölskylduvænna samfélag í Kópavogi og viljum að bærinn verði leiðandi í styttingu vinnuvikunnar.
- Við viljum að öll börn í leikskólum Kópavogs fái 6 klst/dag (30klst/viku) fría dvöl. Þessi ráðstöfun samsvarar þeirri upphæð sem bæjarfélagið niðurgreiðir hvert pláss í leikskóla í dag. Kostnaður fyrir dvöl lengri umfram 6 klst. á dag verður sú sama og gjaldskrá kveður um núna (óbreyttur kostnaður fyrir foreldra ef barnið er í 8 klst eða lengur á dag).


Allir þurfa húsnæði
- Við viljum styðja betur við leigufélög sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni, í formi ódýrari lóða og gjalda í upphafi byggingartíma. Afsláttur af lóðum og gjöldum tryggir lægra leiguverð til lausnar vandans.
- Við ætlum að skipuleggja húsnæði fyrir alla aldurs- og félagshópa innan áhrifasvæðis Borgarlínu með öfluga nærþjónustu.
Kópavogur fyrir eldri borgara -aldursvænn bær
- Fjölgum hjúkrunarrýmum og þjónustuíbúðum fyrir aldraða á viðráðanlegu verði.
- Aukum stuðning við eldri borgara sem geta og vilja búa lengur heima hjá sér í stað þess að fara í þjónustuíbúðir eða hjúkrunarrými.

Fréttir og greinar
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er í Smáralind
Fyrir þá sem ekki komast til að greiða atkvæði á [...]
Frambjóðendur um víðan völl
Það er nóg að gera hjá frambjóðendum Pírata í Kópavogi. [...]
Skil á framboðslistum
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, oddviti Pírata í Kópavogi, skilaði inn framboðsgögnum [...]
Viðburðir
Það eru engir events framundan á þessum tima.