Aðgengi fatlaðra eru mannréttindi, ekki þjónusta 2018-05-20T16:55:46+00:00

Aðgengi fatlaðra eru mannréttindi, ekki þjónusta

  • Fatlað fólk og hagsmunasamtök þess á að koma að stefnumótun á öllum stigum vinnunnar, ekki bara þegar málin eru komin vel af stað heldur strax í upphafi þegar hugmyndin kemur fram.
  • Kópavogsbær á að vera leiðandi í því að efla atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu og bjóða upp á hlutastörf í meira mæli.
  • Öll þjónusta á vegum bæjarins á að vera aðgengileg og allt húsnæði taka mið af algildri hönnun.
  • Við þurfum að framfylgja skuldbindingum við fatlað fólk í takt við nýju lögin um þjónustu og vinnubrögð í þjónustu við fatlað fólk. Fjölgum NPA samningum strax, þetta snýst um aðgengi fólks að lýðræðissamfélaginu og er jafnréttismál.
  • Kópavogur á að beita sér með forvirkum hætti til þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu, veita þeim upplýsingar um eigin réttindi, möguleika og tækifæri sem þeim stendur til boða og sveitafélaginu er skylt að veita.
  • Við viljum veita tómstundastyrki til öryrkja að fyrirmynd frístundakorta barna og unglinga, þar sem markmiðið er að auka félagslega þátttöku þeirra. Þeir sem eru á vinnumarkaði hafa í sjóði að sækja, t.d. verkalýðsfélagasjóðina. Öryrkjar hafa það ekki. Þetta er mikilvægt skref í að stuðla að góðri líkamlegri og andlegri heilsu.