Ásmundur Alma Guðjónsson 2018-05-21T10:23:12+00:00

„Ég er að bjóða mig fram af því að síðan Píratar hafa verið á þingi þá er mjög augljóst að það hefur haft ótrúlega góð áhrif á pólitíkina á Íslandi, góð áhrif á aðra flokka og á umræðuna.“

Ásmundur Alma Guðjónsson

3. sæti í Kópavogi

Aldur

Ég er 28 ára

Maki/börn

Ég er einhleypur og engin börn ennþá.

Hvar ólstu upp

Ég er fæddur á Snæfellsnesi og bjó þar til sex ára aldurs, í Staðarsveit á Neðri-Hól og svo flutti ég í Grafarvoginn í eitt og hálft ár. Eftir það flutti ég í Kópavoginn og bjuggum þar á Álfhólsveginum alveg þangað til ég var 16. Eftir það fórum við í Hjallabrekku og núna bý ég í Salahverfi.

Menntun

Ég var í Digranesskóla sem barn, fór svo í MH og ég er bachelor í hugbúnaðarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ég fór í heilt ár sem skiptinemi í menntaskóla til Argentínu og það er menntun út af fyrir sig og það var æðislegt. Það breytti mér sem manneskju og töluvert til hins betra. Ég fór líka í skiptinám í eina önn í háskólanum og þá fór ég til Madrid á Spáni, það var æðislegt, Madrid er æðisleg borg og ég elska að vera þar.

Starfsreynsla

Ég hef unnið sem forritari síðan 2012, meðan ég var ennþá í námi. Ég er að vinna í dag fyrir sprotafyrirtæki í Bandaríkjunum. Við erum nokkrir Íslendingar, Bandaríkjamenn og Pólverjar saman að vinna í þessu. Fyrir utan það hef ég verið í sjálfboðavinnu fyrir AFS á árunum 2010-2015 og síðasta árið var ég í stjórn Reykjavíkurdeildarinnar þar.

Reynsla sem kemur sér vel til að vera sveitarstjórnarmaður/kona

Ég hef reynslu af stjórnmálastörfum, bæði úr sjálfboðavinnunni og ég hef reynslu úr ungliðapólitíkinni í Pírötum. Ég var varaformaður Ungra Pírata og er í framkvæmdaráði núna. Í ungliðapólitíkinni var ég mikið með díalogíu á milli allra flokkanna og stóð að mörgum viðburðum og átti mjög gott samband við alla flokkana. Ég fékk einmitt reynslu af þverpólitískri samvinnu í gegnum það.

Af hverju býður þú þig fram

Ég er að bjóða mig fram af því að síðan Píratar hafa verið á þingi þá er mjög augljóst að það hefur haft ótrúlega góð áhrif á pólitíkina á Íslandi, góð áhrif á aðra flokka og á umræðuna. Bara sem dæmi má nefna er að eiginlega allir flokkarnir eru farnir að herma eftir stefnunum okkar sem er hið besta mál. Ég er að bjóða mig fram af því að ég vil beita mér fyrir því að koma þessum áhrifum inn á sveitastjórnarsviðið inni á Kópavogi líka.

Áhugamál

Allrahanda fróðleikur, sagnfræði, alls kyns fræðigreinar, ég drekk það allt í mig. Bíómyndir, sérstaklega góðar hryllingsmyndir, þær eru bestar. Ég hef áhuga á pólitík og þannig séð áhuga á fótbolta sem ég pikkaði upp í Argentínu.

Hvaða grunngildi Pírata skipta þig mestu máli

Gagnrýnin hugsun og að það skipti ekki máli hvaðan hugmyndin kemur heldur hver hugmyndin er. Þetta er í rauninni af hverju Píratar heilluðu mig fyrst.

Staðreynd um sjálfan þig sem fáir vita/kemur fólki á óvart um þig

Ég stunda hugleiðslu á hverjum degi