Umhverfi og samgöngur -fallegur og dýravænn bær 2018-05-20T16:54:02+00:00

Umhverfi og samgöngur -fallegur og dýravænn bær

  • Bæta aðstæður fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, íbúar í öllum hverfum bæjarins eiga að hafa raunhæft val um vistvæna samgöngumáta.
  • Við viljum bæta aðgengi að náttúruperlunni Heiðmörk og bæta úr skorti  göngu- og hjólastíga þangað
  • Píratar eru fylgjandi borgarlínu og vilja styðja við uppbyggingu íbúða á viðráðanlegu verði á áhrifasvæðum hennar.
  • Við ætlum að beita okkur fyrir verndun og fjölgun grænna svæða í Kópavogi.
  • Eflum rafræna þjónustu til þess að draga úr ónauðsynlegri pappírsnotkun og ferðum íbúa á bæjarskrifstofurnar.
  • Við viljum fjölga hundasvæðum/gerðum, þar sem allur aðbúnaður er til staðar fyrir hundaeigendur til þess að ganga vel um svæðið sjálfir.
  • Við leggjum áherslu á mannúðlega meðferð allra dýra og telja mikilvægt að styðja við félagasamtök sem taka að sér týnd og villt dýr. Við viljum efla samstarf við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu í þessum málum.
  • Aukum hvata fyrir íbúa til þess að losa úrgang á Sorpu með því að úthluta ákveðnum losunarrúmmetrum á greiðendur fasteignagjalda. Það er mikilvægt að viðhaldi húsa sé sinnt og að lóðir séu snyrtilegar.  Með því að skapa efnahagslega hvata stuðlum við að snyrtilegri bæ, betri umgengni og meiri endurnýtingu.