Reykjanesbær 2018-05-15T15:00:09+00:00

Píratar bjóða fram góðan lista í Reykjanesbæ

Píratar bjóða til sveitarstjórnakosninga í Reykjanesbæ 2018. Á listanum er fólk úr öllum kimum samfélagsins sem á það sameiginlegt að vilja umbætur í bæjarfélaginu og örugga framtíð fyrir sig og sína. Hluti af stefnupunktunum er að bjóða upp á bindandi íbúakosningu á bæjarstjóra, hafa hátt varðandi úrbætur í umferðaröryggi á Reykjanesbraut, fjölga grónum skjólbeltum, banna mengandi iðjuver í Helguvík, yfirtaka rekstur sjúkrahússins, bæta úrræði í dagvistun barna og auka vistvænar samgöngur, ásamt því að stofna embætti umboðsmanns íbúa til að bæta upplýsingagjöf til íbúa, nýbúa og lífeyrisþega auk annarra sem þangað leita.

Frambjóðendur Pírata í Reykjanesbæ

Þórólfur Júlían Dagsson
Þórólfur Júlían DagssonSjómaður
Þórólfur útskrifast frá Fisktækiskóla Suðurnesja í Grindavík sem Fisktæknir og hefur unnið við sjómennsku um árabil áður en hann hóf störf hjá Icelandair nýverið. Hann hefur verið talsmaður andstæðinga stóriðju í Helguvík sem barist hafa gegn því að hér rísi iðnaður sem veldur skaða á heilsu fólks.

Einnig tók Þórólfur þátt í því að stofna íbúðafélag Suðurnesja með það markmið að koma á eðlilegum húsnæðismarkaði með ýmsum úrræðum fyrir bæjarbúa að koma sér þaki yfir höfuðið. Þessi ásamt ýmsum öðrum málefnum Pírata brenna á Þórólfi og komu honum í oddvitasæti Pírata á Suðurnesjum fyrir sveitastjórnakosningar 2018 og hefur sinnt þeirri áskorun samviskusamlega. Þórólfur hefur setið í stjórn Pírata á Suðurnesjum frá 2016.

Hrafnkell Brimar Hallmundsson
Hrafnkell Brimar HallmundssonFornleifa- og tölvunarfræðingur
Hrafnkell er stofnfélagi Pírata á Suðurnesjum og starfaði á árum áður við fornleifarannsóknir, en starfar nú í upplýsingatæknigeiranum við ráðgjöf, hönnun, uppsetningu og rekstur tölvukerfa. Hann er þeirrar skoðunar að eitt af því mikilvægasta í samfélagi okkar og í raun lífi hverrar manneskju sé öflugt og stöðugt nærumhverfi.

Að mati Hrafnkels ætti áhrifa- og ákvörðunarvald ætti ekki að einskorðast við þá fulltrúa sem við kjósum á fjögurra ára fresti. Til að bæta úr því styður hann íbúakosningar og sjálfsákvörðunarrétt fólks. Honum finnst óásættanlegt að sveitarstjórnir geti virt að vettugi skoðanir og þarfir stórs hluta fólks og að ekki sé til leigumarkaður fyrir fólk sem kýs langtímaleigu fremur en að kaupa húsnæði með tilheyrandi bankalánum og ólánum.

Margrét Sigrún Þórólfsdóttir
Margrét Sigrún ÞórólfsdóttirGrunn- og leikskólakennari
Margrét Sigrún er fædd og uppalin í Reykjanesbæ og er menntuð grunn- og leikskólakennari. Margrét kom að stofnun Íbúafélags Suðurnesja ásamt öðru flottu fólki sem hefur það að markmiði að bjóða upp á leiguhúsnæði sem ekki er hagnaðardrifið. Hún er í stjórn ASH (Andstæðinga stóriðju í Helguvík) og er á móti mengandi iðjuverum nálægt íbúabyggð. Í Helguvík vill hún sjá sjálfbæra, vistvæna græna atvinnuuppbyggingu, svo sem grænmetisræktun eða aðra matvælavinnslu, en enga mengandi stóriðju. Hún vill að íbúar og ráðamenn bæjarins komi sér saman um sameiginlega framtíðarsýn bæjarfélagsins með íbúaþáttöku lýðræði. Einnig að íbúar fái að kjósa um stórar ákvarðanir sem varðar þá og framtíð bæjarins.
Guðmundur Arnar Guðmundsson
Guðmundur Arnar GuðmundssonSagnfræðingur
Guðmundur er sagnfræðingur og starfar sem kennari í Reykjanesbæ. Hann vill efla traust bæjarbúa til bæjarstjórnar þar sem heiðarleiki, ábyrgð og gegnsæi gagnvart íbúum Reykjanesbæjar á að ráða ríkjum. Honum finnst óásættanlegt að hafa mengandi verksmiðju innan bæjarmarka og telur að ýmsir möguleikar séu til staðar í ferðamannaiðnaðinum og í styrkingu á þeim stofnunum sem fyrir eru.

Síðan hefur Guðmundur kynnst af eigin reynslu hversu lítið starfsmenn bæjarins geta gert gagnvart velferð barna með sérþarfir og vill auka aðstoð við þann hóp íbúa og bæta úrræði sem snúa að geðheilbrigði barna og unglinga.

Jón Páll Garðarsson
Jón Páll GarðarssonFramkvæmdastjóri
Palli er athafnamaður með aðra löppina í Osló. Hann hefur komið víða við á lífsleiðinni, verið í fyrirtækjarekstri og tekið að sér ábyrgðarstöður. Hann hefur undanfarið sinnt tækniþróun í bátum og þróunarstarfi við að gera bátaumferð umhverfisvænni, en þjónusta og viðskipti með slíkt er hans aðalstarf þessa dagana.

Hann gekk til liðs við Pírata til að taka þátt í að leiðrétta það sem úrskeiðis hefur farið í velferðarkerfi íslendinga og óréttlæti sem fjölmargir einstaklingar þurfa að þola af höndum hins opinbera og þeirra sem hafa sniðið regluverkið eftir sinni hentisemi.

Vánia Kristín Lopes
Vánia Kristín LopesFélagsliði
Vanía er mikil áhugamanneskja um heilbrigðismál og hefur starfað sem félagsliði um árabil. Hún telur að það sé hægt að lagfæra margt í heilbrigðisþjónustunni í Reykjanesbæ og vil valdefla íbúa bæjarins þannig að sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins verði ekki skertur.

Hún hefur mikla reynslu af félagsmálum og félagslegri aðstoð og veit hvað hún syngur í þeim efnum. Eitt af því sem Vanía vil berjast fyrir eru bætt aðstaða slökkviliðs og sjúkraflutninga í Reykjanesbæ, þar sem mikið verk er óunnið sérstaklega þar sem bærinn er staðsettur við alþjóðlegan flugvöll þar sem allt getur gerst.

Sædís Anna JónsdóttirLagerstarfsmaður
Kolbrún ValbergsdóttirSérfræðingur í upplýsingatækni
Albert S. SigurðssonUmhverfislandfræðingur
Dagný Halla ÁgústsdóttirNemi og tónlistarkona
Sigurrós Hrefna SkúladóttirLeiðbeinandi
Róbert Arnar BjarnasonNemi
Hólmfríður Bjarnadóttir Ellilífeyrisþegi
Ólafur Ingi BrandssonÖryrki
Jón MagnússonFormaður Samtaka vistheimilabarna
Katrín Lilja HraunfjörðLeikskólakennari / Aðstoðarskólastjóri
Thomas Damien AlbertssonNemi
Hallmundur KristinssonEllilífeyrisþegi
Ágúst Einar ÁgústssonNemi
Ari Páll Ásmundsson Öryrki
Bjarki Freyr ÓmarssonÖryggisvörður
Jóhann HalldórssonVélstjóri

Málefni Pírata í Reykjanesbæ

Græna og mengunarlausa Helguvík, já takk

Umhverfisvernd og andstaða við mengandi iðjuver í Helguvík

Píratar í Reykjanesbæ ætla að koma umhverfismálum í gott horf í bænum og koma í veg fyrir að mengandi iðjuver séu staðsett nærri íbúabyggð, því það er skaðlegt fyrir heilsu bæjarbúa að búa við loftmengun.

Við viljum passa að sorpbrennslustöðin Kalka starfi áfram með hag íbúa svæðisins í forgangi. Einnig skal stefnt skal að þjóðgarði á Suðurnesjum þar sem Reykjanesjarðvangur er núna.

Meira

Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð

Koma þarf aftur upp öflugri heilsugæslu í Reykjanesbæ, núverandi ástand, biðlistar og skortur á þjónustu er óásættanlegt.

Við þurfum að yfirtaka rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja til að bæta heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum.

Einnig þarf að stórauka aðgengi að félags- og sálfræðiþjónustu þar sem ýmislegt í nútímasamfélagi veldur streitu og kallar á slíkar meðferðir.

Smellið á myndina til að lesa meira um þetta.

Yfirtökum rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
Íbúafundir, hverfisráð og bindandi íbúakosningar eru málið

Gagnsæi og íbúalýðræði gegn spillingu

Píratar í Reykjanesbæ ætla að vinna gegn spillingu, bæta borgaravitund og stuðla að valdeflingu íbúa með bindandi íbúakosningum og bjóða upp á aukið gagnsæi. Bjóða þarf upp á hverfisráð til að valdefla íbúa og bjóða þeim þátttöku þeirra í skipulagi bæjarins. Einnig vinna að því að Reykjanesbær eignist allar þær fasteignir sem þarf til að reka grunnstoðir samfélagsins með sóma.

Smellið á myndina til að lesa meira um þetta.

Unga fólkið er framtíðin

Píratar í Reykjanesbæ vilja tryggja ungu fólki góða framtíð í sveitarfélaginu og stuðla að virkri þátttöku þess í samfélaginu.

Störf, húsnæði og aukin áhrif á bæjarlífið skipta þar miklu máli auk bættra menntunarmöguleika á öllum skólastigum.

Smellið á myndina til að lesa meira um þetta.

Unga fólkið tollir ekki endalaust í foreldrahúsum
Bætum hag kennara til að stórauka hag samfélagsins

Betri leiðir í opnara skólastarfi með tengingu við atvinnulífið

Píratar í Reykjanesbæ ætla að koma menntamálum í betra horf í takt við nýja tíma, laða að hátæknifyrirtæki og menntað fólk.

Einnig þarf að hvetja til aukins náms í iðngreinum og skapandi greinum.

Smellið á myndina til að lesa meira um þetta.

Bætt menning og mannauður

Píratar í Reykjanesbæ vilja að bæjaryfirvöld stuðli að bættum mannauði og menningarlífi á Suðurnesjum með því að bæta aðstöðu og hvetja til tómstunda-, menningarstarfs og aukinnar þátttöku allra íbúa í að skapa eigin velferð.

Smellið á myndina til að lesa meira um þetta.

Eflum mannauð með stuðningi við íbúa, menningu og tómstundir
Aðfluttir bæjarbúar efla samfélagið, svo einfalt er það

Innflytjendur eru mikilvægur hluti samfélagsins

Píratar í Reykjanesbæ telja sjálfsagt að innflytjendum sé tekið með opnum örmum og þeim gert kleift að aðlagast samfélaginu og taka virkan þátt í því.

Við þurfum á duglegu og menntuðu fólki að halda, hvaðan sem það kemur, sem getur og vill vera bæjarfélaginu til sóma.

Smellið á myndina til að lesa meira um þetta.

Úrbætur í samgöngumálum

Píratar í Reykjanesbæ ætla að koma á úrbótum í samgöngumálum. Stefna okkar er að efla öryggi í umferðinni og efla vistvænar samgöngur af öllum toga. Við höfnum gjaldtöku og tollahliðum á Reykjanesbraut og viljum þrýsta á um flýtimeðferð á tvöföldun Reykjanesbrautar og fjármagns til viðhalds brautarinnar.

Smellið á myndina til að lesa meira um þetta.

Við þurfum greiðar og öruggar samgöngur til og frá Reykjanesbæ
Leigumarkaðurinn í Reykjanesbæ þarf ekki að vera einsleitur

Nýr tónn í skipulags- og húsnæðismálum

Píratar í Reykjanesbæ ætla sér að bæta skipulagsmál með auknu íbúasamráði og úrræðum sem auka vellíðan fólks.

Nauðsynlegt er að tryggja að allir hafi aðgang að öruggu leiguhúsnæði í langtímaleigu á viðráðanlegum kjörum.

Reykjanesbær mun þannig njóta góðs af bættu umhverfi og sterkari innviðum.

Smellið á myndina til að lesa meira um þetta.

Þjónusta fyrir bæjarbúa á efri árum

Eldri borgarar og eftirlaunaþegar hafa byggt upp það samfélag sem við búum við í dag og eiga skilið að njóta afrakstursins undantekningalaust. Sumir hafa það þokkalegt en ekki allir, allmargir eru háðir lágum ellilífeyri og aðrir fá ekki heilbrigðisþjónustu tímanlega. Þetta ætlum við laga, því allt eldra fólk á skilið að njóta lífsins hér á landi.

Smellið á myndina til að lesa meira um þetta.

Lengi lifi afar og ömmur, og pabbar og mömmur!

Málefni Pírata í Reykjanesbæ

Umhverfisvernd og andstaða við mengandi iðjuver í Helguvík

Píratar í Reykjanesbæ ætla að koma umhverfismálum í gott horf í bænum og koma í veg fyrir að mengandi iðjuver séu staðsett nærri íbúabyggð, því það er skaðlegt fyrir heilsu bæjarbúa að búa við loftmengun. Við viljum passa að sorpbrennslustöðin Kalka starfi áfram með hag íbúa svæðisins í forgangi. Einnig skal stefnt skal að þjóðgarði á Suðurnesjum þar sem Reykjanesjarðvangur er núna.

Smellið á myndina til að lesa meira um þetta.

Græna og mengunarlausa Helguvík, já takk

Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð

Koma þarf aftur upp öflugri heilsugæslu í Reykjanesbæ, núverandi ástand, biðlistar og skortur á þjónustu er óásættanlegt. Við þurfum að yfirtaka rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja til að bæta heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum. Einnig þarf að stórauka aðgengi að félags- og sálfræðiþjónustu þar sem ýmislegt í nútímasamfélagi veldur streitu og kallar á slíkar meðferðir.

Smellið á myndina til að lesa meira um þetta.

Yfirtökum rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja

Gagnsæi og íbúalýðræði gegn spillingu

Píratar í Reykjanesbæ ætla að vinna gegn spillingu, bæta borgaravitund og stuðla að valdeflingu íbúa með bindandi íbúakosningum og bjóða upp á aukið gagnsæi. Bjóða þarf upp á hverfisráð til að valdefla íbúa og bjóða þeim þátttöku þeirra í skipulagi bæjarins. Einnig vinna að því að Reykjanesbær eignist allar þær fasteignir sem þarf til að reka grunnstoðir samfélagsins með sóma.

Smellið á myndina til að lesa meira um þetta.

Íbúafundir, hverfisráð og bindandi íbúakosningar eru málið

Unga fólkið er framtíðin

Píratar í Reykjanesbæ vilja tryggja ungu fólki góða framtíð í sveitarfélaginu og stuðla að virkri þátttöku þess í samfélaginu.

Störf, húsnæði og aukin áhrif á bæjarlífið skipta þar miklu máli auk bættra menntunarmöguleika á öllum skólastigum.

Smellið á myndina til að lesa meira um þetta.

Unga fólkið tollir ekki endalaust í foreldrahúsum

Betri leiðir í opnara skólastarfi með tengingu við atvinnulífið

Píratar í Reykjanesbæ ætla að koma menntamálum í betra horf í takt við nýja tíma, laða að hátæknifyrirtæki og menntað fólk.

Einnig þarf að hvetja til aukins náms í iðngreinum og skapandi greinum.

Smellið á myndina til að lesa meira um þetta.

Bætum hag kennara til að stórauka hag samfélagsins

Bætt menning og mannauður

Píratar í Reykjanesbæ vilja að bæjaryfirvöld stuðli að bættum mannauði og menningarlífi á Suðurnesjum með því að bæta aðstöðu og hvetja til tómstunda-, menningarstarfs og aukinnar þátttöku allra íbúa í að skapa eigin velferð.

Smellið á myndina til að lesa meira um þetta.

Eflum mannauð með stuðningi við íbúa, menningu og tómstundir

Nýbúar eru mikilvægur hluti samfélagsins

Píratar í Reykjanesbæ telja sjálfsagt að nýbúum sé tekið með opnum örmum og þeim gert kleift að aðlagast samfélaginu og taka virkan þátt í því.

Við þurfum á duglegu og menntuðu fólki að halda, hvaðan sem það kemur, sem getur og vill vera bæjarfélaginu til sóma.

Smellið á myndina til að lesa meira um þetta.

Aðfluttir bæjarbúar efla samfélagið, svo einfalt er það

Úrbætur í samgöngumálum

Píratar í Reykjanesbæ ætla að koma á úrbótum í samgöngumálum. Stefna okkar er að efla öryggi í umferðinni og efla vistvænar samgöngur af öllum toga. Við höfnum gjaldtöku og tollahliðum á Reykjanesbraut og viljum þrýsta á um flýtimeðferð á tvöföldun Reykjanesbrautar og fjármagns til viðhalds brautarinnar.

Smellið á myndina til að lesa meira um þetta.

Við þurfum greiðar og öruggar samgöngur til og frá Reykjanesbæ

Nýr tónn í skipulags- og húsnæðismálum

Píratar í Reykjanesbæ ætla sér að bæta skipulagsmál með auknu íbúasamráði og úrræðum sem auka vellíðan fólks.

Nauðsynlegt er að tryggja að allir hafi aðgang að öruggu leiguhúsnæði í langtímaleigu á viðráðanlegum kjörum.

Reykjanesbær mun þannig njóta góðs af bættu umhverfi og sterkari innviðum.

Smellið á myndina til að lesa meira um þetta.

Leigumarkaðurinn í Reykjanesbæ þarf ekki að vera einsleitur

Þjónusta fyrir bæjarbúa á efri árum

Eldri borgarar og eftirlaunaþegar hafa byggt upp það samfélag sem við búum við í dag og eiga skilið að njóta afrakstursins undantekningalaust. Sumir hafa það þokkalegt en ekki allir, allmargir eru háðir lágum ellilífeyri og aðrir fá ekki heilbrigðisþjónustu tímanlega. Þetta ætlum við laga, því allt eldra fólk á skilið að njóta lífsins hér á landi.

Smellið á myndina til að lesa meira um þetta.

Lengi lifi afar og ömmur, og pabbar og mömmur!

Viðburðir

Það eru engir events framundan á þessum tima.
Skoða alla viðburði

Fréttir og greinar

Sækja fleiri fréttir