Eldri borgarar í Reykjanesbæ 2018-05-06T19:19:07+00:00

Þjónusta fyrir bæjarbúa á efri árum

Eldri borgarar og eftirlaunaþegar hafa byggt upp það samfélag sem við búum við í dag og eiga skilið að njóta afrakstursins undantekningalaust. Sumir hafa það þokkalegt en ekki allir, allmargir eru háðir lágum ellilífeyri og aðrir fá ekki heilbrigðisþjónustu tímanlega. Þetta ætlum við laga, því eldra fólkið á skilið að njóta lífsins hér á landi.

  1. Tryggja skal góða umönnun, þjónustu og aðgengi
    Lengi lifi afar og ömmur, og pabbar og mömmur!

    Lengi lifi afar og ömmur, og pabbar og mömmur!

    að tómstundum og samveru fyrir eldra fólk og lífeyrisþega í Reykjanesbæ og bæta þarf aðgengi að félagsráðgjöf og sálfræðiþjónustu á heilsugæslu og á hjúkrunarheimilum.

  2. Við viljum fjölga hjúkrunarheimilum og sækja til þess fjármagn úr Framkvæmdasjóði aldraðra.
  3. Við stefnum að því að í bænum starfi umboðsmaður íbúa sem vinnur að hag allra bæjarbúa og tryggir að málefni aldraðra séu unnin í fullu samráði við þá.
  4. Lífeyrisgreiðslur skulu ekki skerða rétt á félagslegri þjónustu og heilbrigðisþjónustu og Píratar vilja heimila tekjur meðfram bótum án þess að bætur skerðist.

Í anda grunnstefnu Pírata varðandi eflingu og verndun borgararéttinda, gagnrýna hugsun og aukinn sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga.