Gagnsæi og íbúalýðræði í Reykjanesbæ 2018-05-06T18:49:15+00:00

Gagnsæi og íbúalýðræði gegn spillingu

Píratar í Reykjanesbæ ætla að vinna gegn spillingu, bæta borgaravitund og stuðla að valdeflingu íbúa með bindandi íbúakosningum og stórauknu gagnsæi. Einnig að vinna að því að Reykjanesbær eignist þær fasteignir sem þarf til að reka grunnstoðir samfélagsins með sóma.

  1. Íbúar komi að ákvarðanatöku með beinum hætti með
    Gagnsæi er gulls ígildi

    Gagnsæi er gulls ígildi. Íbúafundir, hverfisráð og bindandi íbúakosningar eru heitar lummur framtíðar

    því að knýja fram íbúakosningar um málefni sem á þeim brenna. Þær kosningar verði í öllum tilfellum bindandi, enda bæjarstjórn ekki stætt á að ganga gegn vilja íbúa.

  2. Gagnsæi verði komið á í stjórnun sveitarfélagsins, meðal annars með aukinni rafrænni upplýsingaveitu. Öll útboðsgögn og tilboð sem berast vegna framkvæmda á vegum sveitarfélagsins séu opin og aðgengileg almenningi.
  3. Stofnað verði embætti umboðsmanns íbúa sem tryggir gagnsæja málsmeðferð með hag íbúa að leiðarljósi.
  4. Sveitarfélagið reki grunnþjónustur samfélagsins og endurheimti þær fasteignir bæjarins sem til þess þarf.

Í anda grunnstefnu Pírata varðandi eflingu og verndun borgararéttinda, styrkingu beins lýðræðis og eflingu gegnsærrar stjórnsýslu sem stuðlar að vernd hinna valdaminni gagnvart þeim sem eru valdameiri.