Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð
Koma þarf aftur upp öflugri heilsugæslu í Reykjanesbæ, núverandi ástand, biðlistar og skortur á þjónustu er óásættanlegt. Stórauka þarf aðgengi að félags- og sálfræðiþjónustu þar sem ýmislegt í nútímasamfélagi veldur streitu og kallar á slíkar meðferðir.
- Endurheimtum og aukum gæði þjónustu
Yfirtökum rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja til að þjóna íbúum á svæðinu betur.
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja með fjölgun fagstarfa og bættum hjúkrunar- og meðferðarúrræðum.
- Kannaður verði möguleikinn á því að sveitarfélögin taki við rekstri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og fullnýta bráðamóttöku, fæðingastofu og skurðstofu í þágu íbúa og gesta.
- Bætum félagsþjónustu, fjölgum sálfræðingum og meðferðarúrræðum. Löng bið eftir nauðsynlegri félagslegri þjónustu er brot á mannréttindum og dregur verulega úr lífsgæðum íbúa.
- Við ætlum að standa vörð um Björgina, Geðræktarmiðstöð Suðurnesja.
Í anda grunnstefnu Pírata varðandi eflingu og verndun borgararéttinda með áherslu á að fólki sé tryggður sjálfsákvörðunarréttur og heilbrigði til að taka eigin ákvarðanir.