Hrafnkell Brimar Hallmundsson 2018-05-21T10:46:00+00:00
Hrafnkell

„Mér finnst beint lýðræði og sjálfsákvörðunarréttur vera mjög mikilvægt og svo upplýsinga- og tjáningafrelsi.“

Hrafnkell Brimar Hallmundsson

2. sæti í Reykjanesbæ

Aldur

Ég er 36 að verða 37 ára í ágúst.

Maki/börn

Ég er kvæntur og á tvö börn.

Hvar ólstu upp

Ég er Eyfirðingur en fæddist reyndar í Reykjavík en flutti svo í Eyjafjörðinn þaðan sem þau komu upprunalega. Ég bjó þar og svo á Akureyri þangað til ég fluttist til höfuðborgarinnar í nám 2003. Svo 2012 fluttist ég Reykjanesbæ og hef verið þar síðan. Ég lærði að lesa frekar snemma, þriggja ára eða þar um bil, og reynsla mín skólakerfinu er ekkert sérstaklega góð. Það var slæmt að kunna að lesa og fleiri hluti þegar maður byrjaði í skóla því að þá var maður bara látinn teikna og svona fyrstu árin. Maður lærði svo sem engin vinnubrögð. Ég hef ekki mikla trú á skólakerfinu. Ég hef metnað til að gera betur í mínu sveitarfélagi, sérstaklega þar sem maður á orðið börn sjálfur.

Menntun

Ég er með BA próf í fornleifafræði og Bsc í tölvunarfræði.

Starfsreynsla

Ég stefndi að því fyrst að sameina þetta nám og útbúa hugbúnað fyrir fornleifafræðinga, frjálsan hugbúnað en það vannst ekki tími til þess. Ég fór fyrst að læra fornleifafræði og útskrifaðist að mig minnir 2007 og vann svo við þetta í nokkur ár en ég var alltaf mikill Linux nörd og var mikið í tölvunum. Nördaskapurinn var komið á það stig að það þyrfti að gera eitthvað í því og haustið 2010 þá lagði ég frá mér múrskeiðina á Skriðuklaustri þar sem ég var að grafa og var kominn í HR á mánudegi og hef ekki snúið aftur síðan og hef unnið við kerfisstjórnun og rekstur og fleira því tengt síðan.

Reynsla sem kemur sér vel til að vera sveitarstjórnarmaður/kona

Ég tók þátt í stofnun Pírata í Reykjanesbæ og var á lista í síðustu sveitastjórnarkosningum líka.
Ég vil meina að lífsreynslan og reynslan úr atvinnulífinu sé ágætis reynsla inn í sveitastjórnina. Svo hefur maður reynslu af ýmsu félagsstarfi í gegnum árin, í stjórnum skólafélaga og svoleiðis. Svo hef ég starfað lengi með flokknum, bara bakvið tjöldin. Ég sat í yfirkjörstjórn á síðasta þingi og hef verið í stjórn Pírata í Reykjanesbæ síðustu ár og fleiri störfum því tengdu.

Af hverju býður þú þig fram

Ég trúi því að maður vill breytingar þá getur maður ekki beðið eftir því að aðrir geri þær fyrir sig. Maður þarf að stíga fram og taka þátt í samfélaginu. Ég sé það þannig að Píratar séu flokkur sem gerir það manni kleyft, það getur hver sem er komið inn og unnið að stefnumótun og er mjög gott verkfæri til að nota til að koma á nauðsynlegum breytingum.

Áhugamál

Fyrir utan tölvurnar og fornleifafræðina þá er það helst tónlistin. Ég hef samið tónlist í mörg ár og verið í underground hljómsveitum og gefið út plötur. Ég hef meira að segja verið í System of a Down cover bandi og tekið nokkur gigg undanfarin á. Svo er það bara sem tengist frjálsum hugbúnaði og almennum nördaskap.

Hvaða grunngildi Pírata skipta þig mestu máli

Þetta skiptir allt svo gríðarlega miklu máli. Mér finnst beint lýðræði og sjálfsákvörðunarréttur vera mjög mikilvægt og svo upplýsinga- og tjáningafrelsi. Ætli það sé ekki það tvennt sem mér finnst skipta mestu máli.

Staðreynd um sjálfan þig sem fáir vita/kemur fólki á óvart um þig

Það kemur sumum á óvart að ég hafi starfað sem fornleifafræðingur og grafið upp dáið fólk. Ég hef verið mikill aðdáandi Sex and the City þáttanna og myndanna.