
„Ég hef fyrir löngu fengið nóg hvernig þetta þjóðfélag er og ég vil leggja mitt af mörkum við að laga það.“
Jón Páll Garðarsson
5. sæti í Reykjanesbæ
Aldur
54 ára gamall
Maki/börn
Helga Geirsdóttir sambýliskona
Hvar ólstu upp
Ég ólst upp í Hafnarfirði, er fæddur þar. Foreldrar mínir koma frá Ingólfsfirði og Hnífsdal en svo var ég mjög mikið í minni bernsku í Ingólfsfirði. Þessi staður er þar sem vegurinn endar og maður kemst ekki norðar. Það var gaman að alast upp þarna og það sem skemmtilegast var að vera úti í náttúrunni, maður kynntist mörgum dýrum, refum og selum sem voru heimagengir.
Menntun
Ég er bifreiðasmiður og bátasmiður og hef að auki sérmenntun í ýmsum fögum innan báta, rafmagns og siglingatækja.
Starfsreynsla
Ég hef komið víða við á minni ævi t.d. verklegir þættir sem tengjast rafvirkjun, húsasmíði, bátasmíði og bifreiðasmíði. Það helsta sem ég hef gert síðustu 20 ár er að reka fyrirtæki í Noregi sem er að í skemmtibátageiranum og er með rafkerfi og siglingartæki og ábyrgðarviðgerðir á dýrum bátum. Ég hef haldið til í Osló en svo var ég þjónustustjóri fyrir stærsta bátaframleiðanda heims svo að ég ferðaðist ég út um allan Noreg og held að ég hafi komið til næstum því allra bæja Noregs. Ég hef helst verið í framkvæmdastjórn og þjónustustjórn og titla mig sem framkvæmdastjóra.
Reynsla sem kemur sér vel til að vera sveitarstjórnarmaður
Ég myndi halda að framkvæmda- og þjónustustjórn sem slík væri virkilega gagnleg sem og víðtæk tækniþekking. Ég þekki líka mikið til í byggingariðnaði og því tengdu.
Af hverju býður þú þig fram
Ég hef fyrir löngu fengið nóg hvernig þetta þjóðfélag er og ég vil leggja mitt af mörkum við að laga það.
Áhugamál
Siglingar eru mitt helsta áhugamál. Ég á bát og hann er í Osló. Ég hef siglt honum hingað og var með hann í Keflavík veturinn 2013-14.
Hvaða grunngildi Pírata skipta þig mestu máli
Opið lýðræði.
Staðreynd um sjálfan þig sem fáir vita/kemur fólki á óvart um þig
Ég er ekki feiminn við að takast á við stór verk.