Menning í Reykjanesbæ 2018-05-06T19:13:09+00:00

Bætt menning og mannauður

Píratar í Reykjanesbæ vilja að bæjaryfirvöld stuðli að bættum mannauði og menningarlífi á Suðurnesjum með því að bæta aðstöðu og hvetja til tómstunda-, menningarstarfs og aukinnar þátttöku allra íbúa í að skapa eigin velferð.

  1. Virkjum mannauð og stuðlum að sjálfseflingu íbúa
    Eflum mannauð með stuðningi við íbúa, menningu og tómstundir

    Eflum mannauð með stuðningi við íbúa, menningu og tómstundir

    með því m.a. að tryggja aðstöðu fyrir listsköpun, félags- og tómstundastarf í bæjarfélaginu.

  2. Stöndum vörð um gæði og aðgengi íbúa að félagslegri þjónustu og sjáum til þess að allir sem þurfa fái atvinnu með stuðningi.
  3. Núverandi ástand á dagvistun fyrir ungbörn er óásættanlegt og snarlega þarf að finna leiðir til að leysa þetta vandamál. Koma þarf á fót ungbarnaleikskóla og auðvelda fólki aðgang að þjónustu dagforeldra.
  4. Eflum menningartengda ferðaþjónustu og gerum sögu svæðisins sýnilega og minjastaði aðgengilega bæði heimamönnum og ferðafólki.

Í anda grunnstefnu Pírata varðandi eflingu og verndun borgararéttinda og aukinn sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga.