Betri leiðir í opnara skólastarfi með tengingu við atvinnulífið
Píratar í Reykjanesbæ ætla að koma menntamálum í betra horf í takt við nýja tíma, laða að hátæknifyrirtæki og menntað fólk. Einnig þarf að hvetja til aukins náms í iðngreinum og skapandi greinum.
- Auka skal menntunarstig á svæðinu, laða
Bætum hag og starfsaðstöðu kennara til að stórauka hag samfélagsins
að hátæknifyrirtæki og vísindastarfsemi og bæta aðbúnað og kjör kennara.
- Skólabörn tileinki sér gagnrýna hugsun með námi í skapandi greinum og vísindalegum vinnubrögðum.
- Við viljum efla iðnnám og tæknimenntun þannig að ekki verði skortur á fólki til vinnu í þessum mikilvægu greinum.
Í anda grunnstefnu Pírata varðandi eflingu borgararéttinda, gagnrýna hugsun og aukinn sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga.