Samgöngumál í Reykjanesbæ 2018-05-06T19:16:21+00:00

Úrbætur í samgöngumálum


Píratar í Reykjanesbæ ætla að koma á úrbótum í samgöngumálum. Stefna okkar er að efla öryggi í umferðinni og efla vistvænar samgöngur af öllum toga.

 

 1. Við krefjumst þess að lokið verði við tvöföldun
  Við þurfum greiðar og öruggar samgöngur til og frá Reykjanesbæ

  Við þurfum greiðar og öruggar samgöngur til og frá Reykjanesbæ

  Reykjanesbrautar án tafar. En við höfnum jafnframt gjaldtöku og tollahliðum á Reykjanesbraut.

 2. Við krefjumst þess að viðhald Reykjanesbrautar verði stóraukið og götulýsing bætt til muna. Ástandið er óviðunandi þar sem tugþúsundir bíla fara um brautina daglega og líf eru í húfi.
 3. Við viljum efla vistvænar samgöngur með fjölgun rafhleðslustöðva og hvetja til notkunar vistvænna ökutækja, m.a. með því að fjölga ferðum strætisvagna innan Suðurnesja og til höfuðborgarinnar og að ferðir innanbæjar verði aftur gjaldfrjálsar.
 4. Reykjanesbær skal reka ódýra reiðhjólaleigu fyrir íbúa, hælisleitendur og ferðamenn til að bæta samgöngur á milli hverfa og biðstöðva strætó.
 5. Við beitum okkur fyrir betri tengingu við aðra landshluta með innanlandsflugi um Leifsstöð.

Í anda grunnstefnu Pírata varðandi eflingu og verndun borgararéttinda, gagnrýna hugsun og aukinn sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga.