Umhverfisvernd í Reykjanesbæ 2018-05-06T18:34:05+00:00

Umhverfisvernd og andstaða við mengandi iðjuver í Helguvík

Píratar í Reykjanesbæ ætla að koma umhverfismálum í gott horf í bænum og koma í veg fyrir að mengandi iðjuver séu staðsett nærri íbúabyggð. Það er skaðlegt fyrir heilsu bæjarbúa að búa við loftmengun. Við viljum passa að sorpbrennslustöðin Kalka starfi áfram með hag íbúa svæðisins í forgangi. Stefnt skal að þjóðgarði á Suðurnesjum þar sem Reykjanesjarðvangur er núna.

  1. Mengandi stóriðju verði úthýst úr Helguvík án tafar ogmengandi stóriðja verði ekki aftur staðsett nærri íbúabyggð.
  2. Reykjanesbær skal koma sér upp samræmdri umhverfisstefnu með heilsu íbúa að leiðarljósi, bættu skipulagi, sjálfbærni í atvinnuvegum og aukinni flokkun úrgangs heimila og fyrirtækja.
  3. Komi til stækkunar sorpbrennslustöðvarinnar Kölku í Helguvík skal vera samningsbundin krafa um vothreinsibúnað til að vernda umhverfið og heilsu íbúa.
  4. Allur arður af rafmagnsframleiðslu frá sorpbrennslunni skal reiknast til lækkunar orkuverðs fyrir íbúa á svæðinu.
  5. Við viljum hefja vinnu að undirbúningi eldfjallaþjóðgarðs á Suðurnesjum sem framhald af Reykjanesjarðvangi.
Græna og mengunarlausa Helguvík, já takk

Græna og mengunarlausa Helguvík, já takk

Í anda grunnstefnu Pírata að borgararéttindi og sjálfsákvörðunarréttur séu tryggð ásamt vernd hinna valdaminni gegn valdbeitingu valdmeiri lögaðila.