Unga fólkið í Reykjanesbæ 2018-05-06T19:07:10+00:00

Unga fólkið er framtíðin   


Píratar í Reykjanesbæ vilja tryggja ungu fólki góða framtíð í sveitarfélaginu og stuðla að virkri þátttöku þess í samfélaginu. Störf, húsnæði og aukin áhrif á bæjarlífið skipta þar miklu máli auk bættra menntunarmöguleika á öllum skólastigum.

  1. Tryggjum ungu fólki aðgang að góðu íbúðarhúsnæði
    Unga fólkið tollir ekki endalaust í foreldrahúsum

    Unga fólkið tollir ekki endalaust í foreldrahúsum

    á viðráðanlegum kjörum og aðstöðu fyrir sköpunar- og tómstundastarf í hverfum Reykjanesbæjar.

  2. Valdeflum ungt fólk með auknu þátttökulýðræði og aðkomu að ákvörðunum.
  3. Eflum iðnnám og tæknimenntun, kennum gagnrýna hugsun, vísindaleg vinnubrögð, fjármálalæsi, lýðræði og aðrar greinar sem lúta að daglegu lífi.
  4. Koma þarf á leiðum til að ráða ungmenni með skerta starfsgetu í störf hjá sveitarfélaginu og fyrirtækjum með áherslu á styrkleika hvers og eins.
  5. Bætum aðgengi að félagsráðgjöf og sálfræðiþjónustu á heilsugæslu og í skólum, það er sjálfsögð krafa að ungmenni hafi slíkt aðgengi.

Í anda grunnstefnu Pírata varðandi eflingu og verndun borgararéttinda, gagnrýna hugsun og aukinn sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga.