

„Ég er til tilbúin að standa upp fyrir þá sem það geta ekki“
Vania Kristín Lopes
6. sæti í Reykjanesbæ
Aldur
Ég er 35 ára
Maki/börn
Ég er einhleyp og á tvö börn á grunnskólaaldri
Hvar ólst upp
Ég er fædd á Grænhöfðaeyjum en flutti til Íslands þegar ég var á sjötta aldursárinu. Ég ólst upp í Breiðholtinu í Reykjarvík. Flutti á Reykjanesið áramótin 2011-2012 og bý núna í Reykjanesbæ.
Menntun
Ég er félagsliði að mennt, ég útskrifaðist sem slíkur árið 2009
Starfsreynsla
Ég hef undan farin ár unnið með fólki á hinum ýmsu stöðum . Ég vann á Hrafnistu í Reykjavik 2006 – 2009, fyrir Félagsþjónustuna í Kópavogi og síðan hjá Vinnun þjónustufyrirtæki frá 2009 -2010. Vann síðan á búsetukjarna fyrir geðfatlaða frá 2010 -2016. Í dag vinn ég sem stuðings og hópstjóri á leikskóla og sem félagsliði hjá Reykjanesbæ á nokkrum starfsstöðvum.
Reynsla sem kemur sér vel til að vera sveitarstjórnarmaður/kona
Ég tel að menntunin mín og starfsreynsla geti reynst vel. Ég er búin vinna mikið með og í kringum heilbrigðis- og félagslega kerfið. Þannig hef ég haldgóða þekkingu á þeim málaflokkum. Ég sat í tvö ár í stjórn íþróttafélags fatlaðra á Suðurnesjum og var í stjórn foreldrafélags Háaleitisleikskóla. Ég hef svo að segja unnið með fólki frá vöggu til grafar.
Af hverju býður þú þig fram
Ég býð mig fram því ég tel mig hafa mikið til málana að leggja við að koma heilbrigðiskerfinu í Reykjanesbæ aftur í góðan farveg. Ég er til tilbúin að standa upp fyrir þá sem það geta ekki og hef hingað til barist fyrir þeirra rétti til að lifa mansæmandi lífi.
Áhugamál
Ég hef unun af að dansa, hlusta á tónlist, sparka í tuðrur, mála, sálfræði og er mikill félagsvera, þannig að það er í miklu uppáhaldi að vera innan um fólk.
Hvaða grunngildi Pírata skipta þig mestu máli
Opið lýðræði og valdefling bæjarbúa og þeirra sem minna mega sín. Beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétturinn skiptir miklu máli ásamt gagnsæi og að axla ábyrgð.
Staðreynd um sjálfan þig sem fáir vita/kemur fólki á óvart um þig
Það væri fótboltaáhuginn. Er mikill United-maður og ólst upp að hluta til á Víkingsvellinum í Reykjavík.