Fjölskyldu- og menntamál -færri vinnustundir, fleiri gæðastundir 2018-05-20T16:57:45+00:00

Fjölskyldu- og menntamál -færri vinnustundir, fleiri gæðastundir

  •  Píratar ætlum að búa til fjölskylduvænna samfélag í Kópavogi og viljum að bærinn verði leiðandi í styttingu vinnuvikunnar.

  • Við viljum að öll börn í leikskólum Kópavogs fái 6 klst/dag (30klst/viku) fría dvöl. Þessi ráðstöfun samsvarar þeirri upphæð sem bæjarfélagið niðurgreiðir hvert pláss í leikskóla í dag. Kostnaður fyrir dvöl lengri umfram 6 klst. á dag verður sú sama og gjaldskrá kveður um núna (óbreyttur kostnaður fyrir foreldra ef barnið er í 8 klst eða lengur á dag).
  • Við viljum veita foreldrum heimgreiðslu sem nemur kostnaði sveitarfélagsins við að niðurgreiða leikskólapláss frá 12 mánaða aldri til 2 ára eða þar til leikskólapláss býðst. Þetta eru í kring um 150.000 krónur á mánuði. Píratar vilja meira frelsi fyrir foreldra til þess að ráðstafa þeirri fjárhæð. Eins og staðan er núna, er ekki hægt að tryggja leikskólapláss fyrir öll börn frá eins árs aldri, þannig að þessi heimgreiðsla mundi tryggja meira réttlæti fyrir alla foreldra, sem geta þá ráðstafað henni til þess að vera lengur heima með barninu eða til dæmis greiða fyrir dagforeldri, au-pair, eða annað.
  • Við viljum að Kópavogsbær verði leiðandi í því að útrýma einelti í skólum bæjarins. Að gerð verði úttekt á stöðu eineltimála í öllum til að greina núverandi stöðu. Að sett verði skýr markmið í fullu samráði við skóla og alla hagsmuna aðila. Setja á laggirnar teymi sem aðstoðar foreldra í samskiptum sín á milli vegna eineltimála. Innleiða nýjar gagnreyndar áætlanir í öllum skólum Kópavogs.
  • Við viljum bæta starfsskilyrði dagforeldra, meðal annars með því að leggja þeim sem vilja til húsnæði undir starfsemi sína.
  • Systkini ættu að hafa forgang um að fá pláss í sama leikskóla, án þess þó að yngri börn séu tekin fram fyrir á biðlista til þess að koma því að.
  • Við viljum hækka systkinaafslátt til jafns við það sem hann er í borginni. Systkinaafsláttur verður 75% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja og fleiri.
  • Við leggjum áherslu á, að greiningar séu ekki upphaf sérmiðaða lausna í skólakerfinu, heldur eingöngu staðfesting á vanda. Við viljum að kennarar hafi forvirkar heimildir til þess innleiða lausnir við hæfi og þarfir nemanda í samráði við foreldra og þeirra sem að þessum málum koma.
  • Við viljum að öll börn njóti geðheilbrigðis og hafi gott aðgengi að sálfræðiþjónustu á öllum skólastigum.
  • Við viljum stuðla að bættri heilsu barna með því að hækka frístundastyrkinn í 80.000 krónur og hafa frítt í sund fyrir öll börn til 18 ára aldurs.
  • Við viljum setja á laggirnar vinnu og skoða þann hóp barna og ungmenna sem nota ekki frístundastyrk bæjarins og leggja fram tillögur að því hvernig megi koma betur til móts við hann.