Hákon Helgi Leifsson 2018-05-21T19:45:35+00:00

„Ég er Pírati til þess að veita aðhald, sjá til þess að stjórnmálamenn hagi sér.“

Hákon Helgi Leifsson

Æviágrip

Ég er 39 ára gamall og í sambúð til 18.ára með Ragnheiði Rut Reynisdóttur, saman eigum við tvo stráka sem nema í Hörðuvallaskóla, Leif og Reyni. Ég er uppalinn í Hraunbænum fram undir 20, en þá kynntist ég Ragnheiði og flutti í Kópavoginn.

Ég er danskur í aðra ættina og tala tungumálið sem innfæddur. Hef búið í Kaupmannahöfn þar sem ég vann á leikskóla en einnig á Jótlandi um árabil. Ég hef í rúm 20 ár starfað í þjónustu- og sölu, en þau störf tel ég afbragðs undirbúning fyrir stjórnmálin. Maður lærir fljótlega að það er viðskiptavinurinn sem greiðir launin, ekki fyrirtækið sem stendur á launaseðlinum.

Ég kláraði verslunarstjórarnám á Bifröst fyrir nokkrum árum síðan og í dag starfa ég hjá alþjóðlegu vöruflutninga fyrirtæki sem heitir Blue Water Shipping.

Áherslur

Ég er Pírati vegna þess að ég vil að stjórnmálin verði betri. Ég ákvað að taka þátt í starfinu á sínum tíma vegna þess að ég var þreyttur á því að vera argur yfir þeim. Ég hef óbilandi áhuga á stjórnspeki og uppruna stjórnmála almennt, að vita hvaðan, hvenær og vegna hvers hugmyndir nútíma samfélags eru byggðar á.

Ég legg mikla áherslu á að öllum sé tryggð jöfn borgaraleg réttindi t.d. tjáningarfrelsi, ferðafrelsi, skoðanafrelsi og friðhelgi einkalífs. Ég legg mikla áherslu á upplýsingar úr stjórnsýslunni og gagnsæi sé alltaf í fyrirrúmi. Gömlu stjórnmálin, þar sem stjórnmálamenn gátu leyft sér nánast hvað sem er á að vera liðin tíð. Ég er Pírati vegna þess að samtrygging, sérhagsmunagæsla og leynd í stjórnkerfinu á að vera liðin tíð. Ég er Pírati til þess að veita aðhald, sjá til þess að stjórnmálamenn hagi sér.

Píratar í Kópavogi – Ekkert rugl á okkar vakt!