Stjórnsýsla og lýðræði – Ekkert rugl á okkar vakt! 2018-05-21T19:22:33+00:00

Stjórnsýsla og lýðræði – Ekkert rugl á okkar vakt!

  • Við viljum setja á legg sem fyrst embætti Umboðsmanns Íbúa sem hefur það hlutverk að vera óháður milliliður á milli bæjarbúa og stjórnsýslu sem hefur yfirgripsmikla þekkingu á stjórnkerfi bæjarins. Hlutverk hans er að taka til meðferðar ábendingar og kvartanir bæjarbúa sem snúa að stjórnsýslu bæjarins, hann getur veitt  ráðgjöf um kæruleiðir og aðstoð við málskot, ásamt því að geta sinnt fræðslu og frumkvæðisathugunum.
  • Við viljum að íbúar geti á einfaldan hátt séð launakjör fulltrúa, styrki, aksturgreiðslur og ferðakostnað ásamt öðrum greiðslum inntar af hendi frá Kópavogsbæ. Við viljum að hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa sé auðfinnanleg á vefsíðu bæjarins og skýr.
  • Innleiðum skýra upplýsingastefnu sem tryggir bæjarbúum greiðan aðgang að upplýsingum og þjónustu. Stefnan nær til allra fagsviða bæjarins, ráða og nefnda, stofnana, starfseininga, kjörinna fulltrúa, fyrirtækja og byggðasamlaga.
  • Við ætlum að sjá til þess að opna bókhald bæjarins fái þæginlegra viðmót, sé uppfært reglulega og virki alltaf.
  • Hverfisráðin verða skipuð íbúum, völdum í lýðræðislegri kosningu á Okkar Kópavogi. Þau eru vettvangur samráðs íbúa, félagasamtaka, atvinnulífs og borgaryfirvalda, og eru virkir þátttakendur í allri stefnumörkun hverfanna. Hverfisráð geta gert tillögur til stjórnar eignasjóðs um forgangsröðun framkvæmda í hverfinu og hafa vald yfir útdeilingu fjármagns og stefnumótun í sínu hverfi.
  • Við ætlum að efla Okkar Kópavog. Við viljum nota hann sem vettvang fyrir íbúa til þess að óska eftir borgarafundum og íbúakosningu um tiltekin mál.