Innflytjendur eru mikilvægur hluti samfélagsins

Aðfluttir bæjarbúar bæta og efla samfélagið, svo einfalt er það.
Píratar í Reykjanesbæ telja sjálfsagt að innflytjendum sé tekið með opnum örmum og þeim gert kleift að aðlagast samfélaginu og taka virkan þátt í því. Við þurfum á duglegu og menntuðu fólki að halda, hvaðan sem það kemur, sem getur og vill vera bæjarfélaginu til sóma.
- Erlendum innflytjendum skal vera tryggður aðgangur aðíslenskukennslu sem hentar hverjum og einum, án endurgjalds. Slíkt mun koma margfalt til baka með aukinni og bættri þátttöku þeirra í samfélaginu.
- Kalla þarf sérstaklega eftir skoðunum og hugmyndum nýbúa og auðvelda þeim
aðgengi að nauðsynlegum upplýsingum. - Yfirfara þarf þjónustuferla stjórnsýslunnar sem snúa að innflytjendum og endurbæta þá til að tryggja að nýbúar eigi jafn greiðan aðgang að þjónustu og aðstoð eins og aðrir íbúar.
- Stofnað verði embætti umboðsmanns íbúa sem tryggir gagnsæja málsmeðferð með hag allra íbúa að leiðarljósi.
- Þrýsta þarf á Alþingi að breyta lögum um kosningarétt til að erlendir innflytjendur geti kosið til sveitastjórna þegar þeir eru byrjaðir að borga skatta af tekjum sínum.
Í anda grunnstefnu Pírata varðandi eflingu og verndun borgararéttinda, styrkingu beins lýðræðis, sjálfsákvörðunaréttar einstaklinga og eflingu gegnsærrar stjórnsýslu sem stuðlar að vernd hinna valdaminni gagnvart þeim sem eru valdameiri.