Nýr tónn í skipulags- og húsnæðismálum
Píratar í Reykjanesbæ ætla sér að bæta skipulagsmál með auknu íbúasamráði og úrræðum sem auka vellíðan fólks. Reykjanesbær mun þannig njóta góðs af bættu umhverfi og sterkari innviðum.
- Komið verði á rekstri leiguíbúða sem ekki eru
Leigumarkaðurinn í Reykjanesbæ þarf ekki að vera einsleitur.
reknar í hagnaðarskyni, sem valkost fyrir almenning, t.d. með úthlutun ókeypis lóða fyrir slíkar íbúðir.
- Við ætlum að stofna hverfisráð í öllum íbúðahverfum Reykjanesbæjar til að virkja íbúa í skipulagsgerð og efla borgaravitund.
- Gróðursett verði skjólbelti í bæjarfélaginu í samstarfi við hverfisráð íbúa.
- Við viljum bæta verulega alla aðstöðu og hreinlætismál á ferðamannastöðum.
Í anda grunnstefnu Pírata varðandi eflingu og verndun borgararéttinda, gagnrýna hugsun og aukinn sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga.