Snjallverðlaunakeppni Pírata

2018-05-12T11:10:45+00:00 11. maí, 2018|Reykjanesbær|

Píratar á Suðurnesjum efna til samkeppni um bestu “selfie” sjálfsmyndina við skilti Pírata á Fitjum eða skiltið á kosningavagninum við Hafnargötu 8.

Keppnisreglur: Sjálfsmyndin þarf að vera með einum eða fleiri vinum og píratarskiltin vel sýnileg í bakgrunni. Svo þarf að pósta myndinni með töff kommenti á facebook hópinn “Ungir Píratar á Suðurnesjum”. Verðlaun verða veitt þeim sem fá flest “læk”. Ekkert aldurstakmark annað en það sem Facebook setur.

Í fyrstu verðlaun er snjallúr, önnur verðlaun eru 5000 kr inneign á Olsen Olsen og þriðju verðlaun 3000 kr inneign í Ungó. Nú er bara að skella í selfie og koma henni inn á fésið. Vinningum verður úthlutað miðað við þann fjölda sem líkar við hverja mynd á hádegi föstudaginn 25. maí, hvort sem myndin er póstuð beint eða í athugasemd. Svo verða aukaverðlaun veitt fyrir frumlegustu myndina (þó innan velsæmismarka).

Ok, go! En passið ykkur samt á bílunum