Fjölmennt á Hátíðarfögnuði NPA-miðstöðvarinnar

2018-05-07T11:46:04+00:00 5. maí, 2018|Reykjavík|

Svona var gaman að vera á Hátíðarfögnuði NPA-miðstöðvarinnar á Evrópudegi sjálfstæðs lífs! Hér Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, að tala við Þuríði Hörp Sigurðardóttur, formann ÖBÍ, Rúnar formann málefnahóps ÖBÍ um sjálfstætt líf, Rúnar Björn Herrera, formann NPA-miðstöðvarinnar, og Halldóru Pírataþingkonu og formann Velferðarnefndar Alþingis.

NPA og nýju lögin um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir munu gera fleirum kleift að lifa sjálfstæðu lífi á eigin forsendum og vera virkir lýðræðisborgarar! Nú þarf að tryggja að fleiri sem þurfa og vilja NPA fái NPA sem og að uppfæra alla þjónustu við fatlað fólk í samræmi við nýju lögin. Sveitarfélögin bera ábyrgð á þessu.